Fara í efni

    Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

    Grænmeti lifir við erfiðar aðstæður á Íslandi. Kalt loftslag og stutt sumur eru áskoranir fyrir plöntur sem eru að reyna að vaxa og þroskast. En þær fáu tegundir sem hafa það af eru bragðmiklar. Kartöflur eru algengasta meðlætið og á árum áður voru þær ein af fáum ferskum grænmetistegundum sem rötuðu á diska Íslendinga, ásamt káli, rófum og gulrótum. Rauðar og gular íslenskar kartöflur eru þau yrki sem hafa verið ræktuð hér á landi lengst og eru lítt þekkt erlendis. Þannig má segja að þær séu hinar eiginlegu íslensku kartöflur og njóta Íslendingar þeirra sérstaklega smárra, sem smælkis. Fleiri og fleiri tegundir grænmetis og jurta eru nú ræktaðar í gróðurhúsum sem eru hituð með jarðhita allan ársins hring.

    Á ensku

    potatoes / kartöflur og smælki
    carrots / gulrætur
    turnips / rófur
    beetroot / rauðrófur
    cabbage / hvítkál

    tomatoes / tómatar
    cucumber / agúrka
    salad / salat
    peppers / papríka
    mushrooms / sveppir
    cauliflower / blómkál