Í dag eru langflestar mjólkurafurðir framleiddar úr kúamjólk, en allt frá landnámi hefur geitamjólk einnig verið notuð í alls kyns framleiðslu og nýtur nú á ný vaxandi vinsælda. Í gamla daga var kæst smjör íslenskur sérréttur, en hefur nú alveg horfið. Smjörframleiðsla var nokkuð mikil snemma á öldum, sem leiddi til þess að leiguverð var gjarnan greitt, eða í það minnsta reiknað, í smjöri. Landnemar fluttu með sér til landsins ostagerðarkunnáttu, sem fjaraði þó út með tímanum, þar til hún naut vaxandi vinsælda á ný á undanförnum árum. Ástæða þessarar tímabundnu hnignunar í ostamenningu má e.t.v. rekja til vinsælda skyrs og þess hversu hagstæðara það var að framleiða það, en eins og frægt er orðið er skyr sérréttur Íslendinga, sem hefur verið framleiddur allt frá landnámi.