Safnasafnið safnar og miðlar listaverkum og handverki listamanna sem af ýmsum ástæðum hafa verið á jaðrinum eða utanveltu við meginstrauma en eru í raun beintengdir sköpunarverkinu; sannir, óspilltir og frjálsir. Safneignin telur fjölda verka, gerð af rúmlega 300 lærðum og sjálflærðum listamönnum, frá miðri nítjándu öld til dagsins í dag. Safnasafnið hefur algera sérstöðu meðal safna á Íslandi og er eina safnið sem markvisst heldur utan um Alþýðulistir með þessum hætti. Settar eru upp nýjar sýningar árlega sem opna á vorin, og safnið stendur fyrir viðburðum og útgáfum sem miðla og fagna alþýðulistum.
Safnasafnið stendur við þjóðveginn ofan við Svalbarðseyri, aðeins um 10 mínútna akstur frá Akureyri. Opið kl. 10:00 til 17:00, frá öðrum laugardegi í maí til annars sunnudags í september.
↓
Gestaíbúð í Alþýðulistasafni. Safnasafnið býður uppá gistingu í isi Kaupfélags Svalbarðseyrar (1900) sem var flutt á lóð safnis árið 2006. Íbúðin er útbúin eins og byggðasafn með andrúmslofti og rómantík liðinnar aldar – en þó með nútímalegu ívafi. Í íbúðinni er forstofa, bað, eldhús með og samliggjandi borð-og skrifstofu með 2 rúmum og herbergi með hjónarúmi og 2 barnarúmum. Gestir hafa sér inngang og sér bílastæði. Lítill birkiskógur er við hliðina á íbúðinni hefur góða aðstöðu til útiveru, með grilli og eldstæði. Hægt er að bóka íbúðina allan ársins hring.