Fundur um flugmál á Norðurlandi
Markaðsstofa Norðurlands heldur fund um flugmál á Norðurlandi þriðjudaginn 16. febrúar kl. 10:00 – 11:45. Á fundinum verður farið yfir niðurstöður greiningar á erlendum mörkuðum m.t.t. heimsókna til Norðurlands, kynntar niðurstöður könnunar sem gerð var á heimamarkaði og staðan tekin á uppbyggingu á Akureyrarflugvelli.
10.02.2021
Markaðsstofa Norðurlands heldur fund um flugmál á Norðurlandi þriðjudaginn 16. febrúar kl. 10:00 – 11:45. Á fundinum verður farið yfir niðurstöður greiningar á erlendum mörkuðum m.t.t. heimsókna til Norðurlands, kynntar niðurstöður könnunar sem gerð var á heimamarkaði og staðan tekin á uppbyggingu á Akureyrarflugvelli.
Dagskrá fundarins:
- An analysis of European markets – Wietse Dijkstra
- Kynning á niðurstöðum könnunar á heimamarkaði – Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson
- Uppbygging á Akureyrarflugvelli – Sigrún Björk Jakobsdóttir
Að loknum erindum verður opið fyrir fyrirspurnir.
Fundurinn verður haldinn á fjarfundarforritinu Zoom. Fundurinn er öllum opinn, en nauðsynlegt er að skrá sig hér. Mælt er með því að búið sé að hlaða niður forritinu fyrir fundinn.
Að lokinni skráningu fá þátttakendur sendan hlekk á fundinn í tölvupósti.
Allir eru hvattir til að mæta og taka þátt í umræðunum.