Höfðagerðissandur
Höfðagerðissandur heitir breið sandfjara milli Héðinshöfða og Eyvíkur. Höfðagerðissandur er vinsælt útivistarsvæði Tjörnesinga og Húsvíkinga og er talvalin staður fyrir göngu- og hlaupatúra. Frá fjörunni sést til Lundeyjar. Höfðagerðissandur er 5km norðan við Húsavík, keyrt er úr bænum framhjá PCC og átt að Tjörnesi og er afleggjari til vinstri þar sem er hægt að leggja bílnum.