Hóladómkirkja
Hóladómkirkja er elsta steinkirkja á Íslandi. Kirkjan er byggð úr rauðum sandsteini úr fjallinu Hólabyrðu. Kirkjuna prýðir margt fallegra muna og reglulega er boðið upp á leiðsögn um hana.
Kirkjuturninn er 27 metra hár og stendur við hlið kirkjunnar. Hann var reistur á 400 ára dánarafmæli Jóns Arasonar, sem var hálshöggvinn ásamt sonum sínum árið 1550, en Jón var síðasti kaþólski biskupinn á Íslandi.