Þingeyrakirkja
Þingeyrar var fyrrum eitt kunnasta stórbýli í Húnaþingi og kirkjustaður. Frá Þingeyrakirkju er ein víðasta og fegursta útsýn í sýslunni. Talið er að enginn bær hafi verið eins stór og vel hýstur sem Þingeyrar enda sátu þar auðmenn og höfðingjar um aldir. Þingeyrarkirkja er byggð úr steini og var vígð árið 1877. Á Þingeyrum var fyrsta munkaklaustur Íslands stofnað árið 1133.