Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Gamli bærinn Laufási

- Sýningar

Laufás er sögustaður með mögnuðum menningarminjum og frábæru útsýni. Þar hefur verið búseta frá því að Ísland byggðist og staðið kirkja frá fyrstu kristni.

Þegar þú gengur inn bæjargöngin ferðastu aftur í söguna. Vissir þú að í Laufási var skóli, þar er leyniherbergi og brúðarhús?

Laufás var heimili prestsins, fjölskyldu hans og vinnufólks. Stundum bjuggu þar allt að 40 manns , því margt vinnufólk þurfti til að nytja þessa gróðursælu kostajörð en henni fylgdu mikil hlunnindi.

Búsetu í Laufási má rekja allt aftur til heiðni og hluta gamla bæjarins má finna viði frá 16. og 17. öld. Laufásbærinn var endurbyggður á árunum 1853-1882 í tíð séra Björns Halldórssonar.

Laufásbærinn er stílhreinn burstabær, dæmigerður fyrir íslenska bæjagerð þess tíma, en þó allmiklu stærri. Hann er búinn gripum og húsmunum frá aldamótunum 1900.

Laufáskirkja var byggð 1865 en meðal merkra gripa í henni er fagurlega útskorinn predikunarstóll frá 1698. Við austurgafl kirkjunnar stendur eitt elsta reynitré landsins frá 1855.

Húsin í Laufási eru 13 og mynda mikla rangala. Engin útihús hafa varðveist.

Opnunartími:
1.6.-1.9.: Daglega frá 11-17.

Aðgöngumiðinn Minjasafnið allt árið – gildir í Laufási.

Verð:
Stök heimsókn 2300 kr. fyrir 18 ára og eldri –  Börn 17 ára og yngri ókeypis, Öryrkjar ókeypis. Eldri borgarar 1300 kr.
Miðinn gildir allt árið á Minjasafnið á Akureyri, Nonnahús, Leikfangahúsið, Davíðshús og í Laufási.

Gamli bærinn Laufási

Gamli bærinn Laufási

Laufás er sögustaður með mögnuðum menningarminjum og frábæru útsýni. Þar hefur verið búseta frá því að Ísland byggðist og staðið kirkja frá fyrstu kri

Aðrir (3)

Gamla Prestshúsið Laufás 601 Akureyri 463-3196
Hléskógar Hléskógar 601 Akureyri 898 0541
Ártún Ferðaþjónusta Ártún, Grýtubakkahreppur 616 Grenivík 8923591