Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Glaumbær í Skagafirði

- Sýningar

Bærinn í Glaumbæ er samstæða þrettán húsa og á bæjarhólnum, þar sem bærinn stendur, hafa hús staðið í mörg hundruð ár. Glaumbær er torfríkasti bær landsins þar sem grjót í veggjahleðslu er vanfundið í Glaumbæjarlandi á meðan torfrista er góð. Veggirnir í bænum eru hlaðnir úr klömbrum, sniddu og streng en rekaviður og innfluttur viður eru í grindum og þiljum. Bæjarhúsin eru misgömul að efni og gerð en fólk byggði húsin eftir því hvort þörf var á stærri eða minni húsum er kom að endurnýjun. 

Sagnir herma að Snorri Þorfinnsson, sonur Þorfinns karlsefnis og Guðríðar Þorbjarnardóttur, hafi byggt fyrstu kirkjuna í Glaumbæ í kringum árið 1000. Árið 2002 fundust leifar húsa frá 11. öld í túninu austur af bæjarhólnum og virðist sem bæjarhúsin hafi verið flutt um set um 1100 og færð þangað sem þau eru nú.  

Það skipti sköpum fyrir varðveislu Glaumbæjar að breski Íslandsvinurinn Mark Watson (1906-1979) gaf 200 sterlingspund til varðveislu bæjarins árið 1938. Bærinn var síðan friðlýstur árið 1947 og sama ár fluttu síðustu íbúarnir út. Árið 1948 var Byggðasafn Skagfirðinga stofnað og fékk það Glaumbæ fyrir starfsemi sína, samkvæmt samningi við Þjóðminjasafn Íslands. Fyrsta sýning safnsins var síðan opnuð þar þann 15. júní árið 1952 og fjallaði hún, þá sem nú, um mannlíf í torfbæjum.  

Opnunartími:
20. maí - 20. september: daglega 10:00 - 18:00
21. september - 20. október: virka daga 10:00 - 16:00
21. október - 31. mars: eftir samkomulagi
1. apríl - 19. maí: virka daga 10:00 - 16:00

Aðgangseyrir í Glaumbæ 2023 og 2024:
Fullorðnir (18 ára og eldri): 2.000 kr.
Hópar (6+), námsmenn, eldri borgarar og öryrkjar: 1.700 kr.
Börn (17 ára og yngri): frítt.

Aðgangur ókeypis fyrir korthafa FÍSOS, ICOM og ICOMOS. 

Almenn leiðsögn um safnsvæði fyrir stærri hópa: 2.000 kr.
Einkaleiðsögn (gjald leggst ofaná aðgangseyri - mest 12 manns) 15.000 kr.

Séropnun utan almenns opnunartíma: 15.000 kr. + aðgangseyrir.
ATH. Nauðsynlegt að bóka með fyrirvara og aðgangseyrir greiðist að auki.

Sameiginlegur aðgangsmiði í Víðimýrarkirkju og Glaumbæ:
Fullorðnir (18 ára og eldri): 2.300 kr.
Hópar (6+), námsmenn, eldri borgarar og öryrkjar: 2.000 kr.
Börn (17 ára og yngri): frítt

Miðana má kaupa í Víðimýrarkirkju eða í Glaumbæ. Gilda fyrir samdægurs heimsókn í Glaumbæ og Víðimýrarkirkju.

Glaumbær í Skagafirði

Glaumbær í Skagafirði

Bærinn í Glaumbæ er samstæða þrettán húsa og á bæjarhólnum, þar sem bærinn stendur, hafa hús staðið í mörg hundruð ár. Glaumbær er torfríkasti bær lan
Ferðaþjónustan Syðra-Skörðugili

Ferðaþjónustan Syðra-Skörðugili

Í boði er gisting í nýuppgerðu gistihúsi sem rúmar allt að 14 manns í uppábúnum rúmum. Í húsinu eru 5svefnherbergi og tvö baðherbergi. Vel útbúið eldh

Aðrir (3)

Karuna Litla Gröf 551 Sauðárkrókur 6181917
Gistihúsið Syðra-Skörðugil Syðra-Skörðugil 560 Varmahlíð 897 0611
NW Adventures ehf. Glaumbær 560 Varmahlíð 867-8133