Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Smámunasafn Sverris Hermannssonar

- Sýningar

Smámunasafnið hefur þá sérstöðu að vera ekki safn einhverra ákveðinna hluta heldur allra mögulegra hluta. Hversdagslegir hlutir eru þar mitt á meðal afar óhefðbundinna hluta. Því hefur safnið stórkostlegt menningarlegt gildi fyrir okkur og komandi kynslóðir.

Í raun má segja að í safninu finnist flest það sem tengist byggingu húsa allt frá minnsta nagla til skrautlegustu gluggalista og hurðahúna. Boðið er uppá leiðsögn um safnið, leikhorn fyrir börnin, Smámunabúð með handverki og ilmandi vöfflukaffi á Kaffistofu safnsins. Eyjafjarðarsveit fann safninu stað í Sólgarði, 27 km sunnan Akureyrar. Saurbæjarkirkja, ein af 6 torfkirkjum á Íslandi er rétt við safnið og hægt er að skoða nánar.

1.júní - 15. september er opið alla daga 13:00-17:00

Einnig opið fyrir hópa eftir samkomulagi. 

 

 

 

 

Smámunasafn Sverris Hermannssonar

Smámunasafn Sverris Hermannssonar

Smámunasafnið hefur þá sérstöðu að vera ekki safn einhverra ákveðinna hluta heldur allra mögulegra hluta. Hversdagslegir hlutir eru þar mitt á meðal a