Hvammstangi
Hvammstangi er stærsti þéttbýliskjarni Húnaþings vestra. Verslunarsaga staðarins nær yfir rúm 100 ár og er Verslunarminjasafnið gott dæmi um hvernig verslað var í krambúðum hér áðurfyrr.
Góð höfn er á Hvammstanga og þaðan er gerður út sjóstanga- og selaskoðunarbátur. Hvammstangi er tilvalinn áfangastaður ferðamanna og er þar mjög góð sundlaug, gott tjaldsvæði í skjólgóðum hvammi með þægilegu þjónustuhúsi og tengingum fyrir tjald- og húsvagna.
Jafnframt er á Hvammstanga gistihús, verslun, veitingastaður, bankaþjónusta, heilsugæsla, bensínstöð, bílaverkstæði og önnur nauðsynleg þjónusta.
Selasetur Íslands veitir upplýsingar um seli og Vatnsnes, auk þess er þar almenn upplýsingamiðstöð ferðamanna.