Snartarstaðir hýsa Byggðasafn Norður-Þingeyinga og eru staðsettir í aðeins 1 km. fjarlægð frá Kópaskeri. Safnið var opnað árið 1991 í gamla skólahúsi staðarins og eru þar rúmlega 2000 munir til geymslu, en undirbúning safnsins má rekja aftur til ársins 1950 þegar söfnun á munum og minningum hófst. Einkennist sýningin í húsinu aðallega af annars vegar einstöku safni fjölbreyttra hannyrða sem unnar voru flestar af konum í Norður-Þingeyjarsýslu á síðustu öld, en hins vegar er þar að finna 9000 binda bókasafn hjónanna Helga og Andreu frá Leirhöfn á Melrakkasléttu.
Athygli er vakin á að aðgengi fyrir fólk í hjólastólum er ekki gott.
Opið frá 15. júní til 15. ágúst. Lokað á þriðjudögum. Nánari upplýsingar á heimasíðu: www.husmus.is