Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Eyvindarstofa Blönduósi

Ókrýndur konungur fjallamennsku á Íslandi er óumdeilanlega útilegumaðurinn Fjalla-Eyvindur, sem í 40 ár lá úti á heiðum og hálendi Íslands ásamt konu sinni Höllu. Ratvísi Eyvindar, útsjónasemi, þekking á aðstæðum og hæfni til þess að komast af er aðdáunarverð, eins og hver sá gerir sér grein fyrir sem kynnst hefur vályndum veðrum og erfiðum aðstæðum á hálendi Íslands.

Fjalla-Eyvindur bauð yfirvaldinu byrginn sem stjórnaði lýðnum með harðri hendi á 18. öld og ávallt tókst honum að komast undan klóm réttvísinnar. Eyvindur lifði á sauða- og hrossaþjófnaði sem þótti hin versta synd á þeim tíma og lágu þungar refsingar við slíku. En ólíkt flestum öðrum var þjófnaðurinn afleiðing útlegðarinnar sem enginn veit hver raunveruleg ástæða var fyrir í upphafi, en ekki ástæða. Ýmsir lögðu Eyvindi lið, ekki bara fátækir bændur heldur líka jafnvel sýslumenn og embættismenn. Launaði hann liðveisluna stundum með tágakörfum úr grávíði sem hann fléttaði af mikilli snilld og þóttu miklir kostagripir. Eru sumar þeirra til enn þann dag í dag.

Á Blönduósi hefur verið opnaður nýr þematengdur veitinga-
salur sem tekur allt að 70 manns í sæti. Í Eyvindarstofu er boðið upp á sérstakan þjóðlegan matseðil og einleik um útilegumanninn Fjalla-Eyvind undir borðhaldi.

Eyvindarstofa er innréttuð líkt og útilegumannahellir og er borðbúnaður
hannaður eftir tágakörfum Eyvindar. Boðið er upp á sérstakan
hádegisverðarseðil og þriggja rétta kvöldverðaseðil.

Eyvindarstofa er nýjung í íslenskri veitingaflóru þar sem þið getið boðið farþegum ykkar upp á einstaka upplifun í mat og menningu. Inn af matsalnum hefur verið komið upp áhugaverðri sýningu til minningar um Fjalla-Eyvind og Höllu. Eyvindarstofa er staðsett á annarri hæð fyrir ofan veitingastaðinn Pottinn Restaurant á Blönduósi.

Fararstjórar og bílstjórar sem koma með hópa fá að sjálfsögðu frítt!

Eyvindarstofa Blönduósi

Eyvindarstofa Blönduósi

Ókrýndur konungur fjallamennsku á Íslandi er óumdeilanlega útilegumaðurinn Fjalla-Eyvindur, sem í 40 ár lá úti á heiðum og hálendi Íslands ásamt konu
B&S Restaurant

B&S Restaurant

B&S Restaurant er notalegur veitingastaður á Blönduósi við þjóðveg 1. Okkar markmið er að bjóða upp á framúrskarandi veitingar með þægilegri þjónustu
N1 - Þjónustustöð Blönduós

N1 - Þjónustustöð Blönduós

Á þjónustustöðvum N1 er ávallt leitast við að veita framúrskarandi þjónustu, bjóða úrval nauðsynjavöru og fjölbreytta veitingasölu.  
Glaðheimar

Glaðheimar

Sumarhúsin eru til leigu allt árið. Gistirými í 20 velbúnum húsum fyrir allt að 110 manns. Heitir pottar eru við flest húsin. Búið í fallegu sumarhúsi
Blönduóskirkja

Blönduóskirkja

Nýja kirkjan var vígð árið 1993 og eru munir úr gömlu kirkjunni sem prýða þá nýju. Hugmyndir að útlitinu eru sóttar í fjöllin og landslagið í umhverfi
Blönduós

Blönduós

Blönduós er fjölmennasti þéttbýlisstaðurinn við Húnaflóa og liggur við þjóðveg 1 og því mikill fjöldi bíla sem þar fer í gegn ár hvert svo fjölbreytta
Sundlaugin Blönduósi

Sundlaugin Blönduósi

Glæsilega útbúin íþróttamiðstöð, þrek- og lyftingasalur, sundlaug, tveir heitir pottar, gufa, vaðlaug, ísbað og tvær stórar rennibrautir og hellingur
Hrútey

Hrútey

  Hrútey er skrautfjöður í hatti Blönduósbæjar, umlukin jökulánni Blöndu og skartar fjölbreyttum gróðri. Fuglalíf er auðugt og gæsin á griðland þar á
Heimilisiðnaðarsafnið

Heimilisiðnaðarsafnið

Heimilisiðnaðarsafnið á Blönduósi er eina sérgreinda textílsafnið á Íslandi. Safnið er í glæsilegu húsi þar sem aðgengi gesta er með ágætum. Munir saf
Gistiheimilið Kiljan

Gistiheimilið Kiljan

Kiljan er huggulegt gistiheimili sem staðsett er í gamla bænum á Blönduósi.   Hægt er að velja á milli herbergi með sameiginlegu baðherbergi eða sér b
Hótel Blönduós

Hótel Blönduós

Hótel Blönduós er nýuppgert hótel með langa sögu. Vorið 2023 var blásið til nýrrar sóknar og opnað endurnýjað hótel með 19 herbergjum af ýmsum gerðum;
Brimslóð Atelier Guesthouse

Brimslóð Atelier Guesthouse

Rekstur fyrirtækisins samanstendur af gistihúsi (10 gistiherbergi), veitingastað (fyrir 50 manns) og hinsvegar móttöku á móti hópum bæði íslenskum og

Aðrir (6)

GN Hópbílar Skúlabraut 43 540 Blönduós 864-9133
Gistiheimilið Tilraun Aðalgata 10 540 Blönduós 848-7218
Golfklúbburinn Ós Vatnahverfi 540 Blönduós 666-2261
Minjastofa Kvennaskólans Árbraut 31 540 Blönduós 892-4928
Pure Nature Travel Norðurlandsvegur 4 540 Blönduós 898-4685
Teni Húnabraut 4 540 Blönduós 452-4040