Á Flugsafni Íslands er yfir 100 ára sögu flugs á Íslandi miðlað til gesta á lifandi hátt. Sýningar safnsins leiða gesti í gegnum þróun íslensks flugs og flugfélaga frá árinu 1919 og til dagsins í dag með flugvélum af ýmsum stærðum og gerðum, björgunarþyrlu og flugmódelum auk fjölda annarra áhugaverðra muna og ljósmynda.
Sumar flugvélanna eru enn í flughæfu ástandi og er m.a. flogið á Flugdegi safnsins sem haldinn er árlega í júní, og gestum er velkomið að ganga um vél Landhelgisgæslunnar, TF-SÝN. Verið velkomin á Flugsafn Íslands!
---
Opnunartími:
15. maí til 15. september: Opið alla daga kl. 11:00 -17:00
16. september til 14. maí: Opið laugardaga kl. 13:00 -16:00
Einnig er opið eftir samkomulagi.
---
Aðgangseyrir:
Fullorðnir: 1500 kr.
Lífeyrisþegar og námsmenn: 1000 kr.
Aðgangseyrir fyrir hópa (10+): 1000 kr. á mann
Ókeypis aðgangur fyrir börn yngri en 18 ára í fylgd með fullorðnum