Holt hús Öldu Halldórsdóttur, Austurvegur 35
Alda Halldórsdóttir var fædd árið 1913 og bjó hún í Holti ásamt móður sinni. Mikið af hannyrðum eftir Öldu eru í húsinu einnig er mikið af ljósmyndum af vinum hennar og ættingjum. Í Holti er nú vísir að byggðasafni en Alda ánafnaði Hríseyjarhreppi húsinu eftir sinn dag. Ef áhugi er á að skoða húsið er hægt að senda fyrirspurn á hrisey@hrisey.net.