Pálshús - Náttúrugripasafnið í Ólafsfirði
Pálshús, eitt elsta hús Ólafsfjarðar, er í dag safn og menningar- og fræðslusetur staðsett við Strandgötu 4 í Ólafsfirði. Elsti hluti hússins var reistur 1892 og því er að finna mikla sögu í kringum það. Húsið dregur nafn sitt af Páli Bergssyni, sem í byrjun nítjándu aldar kláraði, ásamt konu sinni Svanhildi Jörundsdóttur, að reisa húsið í þeirri mynd sem við þekkjum í dag. Páll var einn aðalhvatamaðurinn að útgerðarmálum í Ólafsfirði.
Heimamenn hafa í sameiningu komið húsinu í sýningarhæft ástand og hýsir það í dag Náttúrugripasafn Ólafsfjarðar og hina skemmtilegu grunnsýningu ,,Flugþrá”. Þar má skoða alla íslensku fuglaflóruna ásamt því að fjallað er um flugþrá mannsins og draum hans að geta flogið. Börn hafa sérstaklega gaman af fuglasýningunni og hefur hún mikið fræðslugildi.
Að auki er í húsinu að finna glæsilegt einkasafn hjónanna Birnu Kristínar Finnsdóttur og Jóns Gunnars Sigurjónssonar ásamt því að fjölbreyttir tón- og myndlistar viðburðir eru haldnir þar reglulega.
Aðgangur fyrir fatlaða og hreyfihamlaða er til fyrirmyndar og er stólalyfta til að komast á neðri pall hússins.
Heimasíða safnsins er: www.palshusmuseum.is/
Heimilisfang: Strandgata 4, Ólafsfirði
Sími: 466-2255 / 848-4071
Netfang: fjallasalir@gmail.com
Sumaropnun:
15. maí 2021 - 15. september 2021: Opið alla daga frá kl. 13.00 - 17.00.
Hafðu samband til að bóka heimsókn fyrir hópa, og á tímum utan opnunartíma.