Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Sögusetur Íslenska hestsins

Sögusetur íslenska hestsins á Hólum í Hjaltadal var stofnsett 2001 og er staðsett í gamla hesthúsinu á Hólum sem byggt var árið 1931 á grunni gamla skólahússins sem brann. Árið 2010 var húsið gert upp og í því opnuð yfirlitssýningin Íslenski hesturinn. Sýningin er byggð upp með leikmyndum, kvikmyndum, myndskeiðum og munum og er sett upp í samvinnu við Byggðasafn Skagfirðinga.


Auk þess er ein sérsýning í Sögusetrinu, Uppruni kostanna, sem er kynning á helstu stofnfeðrum og –mæðrum í íslenskri hrossarækt frá upphafi skipulegra kynbóta fram til dagsins í dag. Sleipnisbikarinn, sem er æðsta viðurkenning sem veitt er í hrossarækt en bikarinn hlýtur sá stóðhestur sem efstur stendur í heiðursverðlaun fyrir afkvæmi á Landsmóti, er geymdur á Sögusetrinu milli Landsmóta og er til sýnis. Bikarinn á sér merkilega og í raun ævintýralega sögu. 

Sumaropnun í júní - ágúst:

Opið alla daga frá 11-17

Vetraropnun: Sögusetur íslenska hestsins er opið fyrir
hópa yfir veturinn samkvæmt pöntunum sem gerðar skulu fyrirfram. Áhugasamir
hafi samband við forstöðumann, Hjördísi Kvaran Einarsdóttur, í síma 8458473 eða
með að senda póst á netfangið sogusetur@sogusetur.is.

Sögusetur Íslenska hestsins

Sögusetur Íslenska hestsins

Sögusetur íslenska hestsins á Hólum í Hjaltadal var stofnsett 2001 og er staðsett í gamla hesthúsinu á Hólum sem byggt var árið 1931 á grunni gamla sk
Ferðaþjónustan á Hólum

Ferðaþjónustan á Hólum

Á Hólum er boðið upp á gistingu í smáhýsum og íbúðum og er eldunaraðstaða og borðbúnaður í þeim öllum. Veitingastaðurinn Kaffi Hólar er í háskólabyggi
Kaffi Hólar

Kaffi Hólar

Rekstur veitinga- og gistisölu á Hólum í Hjaltadal. Rekstur mötuneytis fyrir Háskólann á Hólum.
Hóladómkirkja

Hóladómkirkja

Hóladómkirkja er elsta steinkirkja á Íslandi. Kirkjan er byggð úr rauðum sandsteini úr fjallinu Hólabyrðu. Kirkjuna prýðir margt fallegra muna og regl
Hólar

Hólar

Hólar eru einn sögufrægasti staður Íslands og biskupssetur um aldir. Kirkja hefur staðið á Hólum frá 11. öld, en núverandi kirkja var reist 1763. Hún
Tjaldsvæðið v/ Hóla í Hjaltadal

Tjaldsvæðið v/ Hóla í Hjaltadal

Í Hólaskógi eru afspyrnu falleg rjóður sem veita góð skjól fyrir tjöld og vagna. Ótal gönguleiðir eru um svæðið bæði fyrir vana og óvana.   Á tjaldstæ

Aðrir (1)

Bjórsetur Íslands Hólar 551 Sauðárkrókur -