Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Breyting á stjórn og upptaka frá aðalfundi

Ný stjórn Markaðsstofu Norðurlands var kosin á aðalfundi sem haldinn var þann 11. maí síðastliðinn. Eins og á síðasta ári var aðalfundurinn haldinn á í fjarfundi á Zoom vegna samkomutakmarkana.
Unnur Valborg Hilmarsdóttir, framkvæmdastjóri SSNV, Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri MN og …

Samningar um Áfangastaðastofu undirritaðir við SSNE og SSNV

Í dag var undirritaður samningur Markaðsstofu Norðurlands og landshlutasamtakanna SSNV og SSNE um rekstur Áfangastaðastofu.

Aðalfundur Markaðsstofu Norðurlands

Markaðsstofa Norðurlands boðar til aðalfundar þriðjudaginn 11. maí 2021 kl. 13:00-15:00. Fundurinn verður haldinn í fjarfundi og skráðir þátttakendur fá hlekk á fundarkerfi.

Rauða dreglinum „rúllað“ út á Húsavík fyrir Óskarsverðlaunahátíðina

Íbúar á Húsavík eru tilbúnir fyrir Óskarsverðlaunahátíðina, sem verður haldin í Bandaríkjunum aðfaranótt 26. apríl

Fundur um verkefnið Taste North Iceland

Miðvikudaginn 14. apríl verður haldinn opinn fundur um verkefnið Taste North Iceland, þar sem farið verður yfir markmið og tilgang verkefnisins.

Vetur: Snjósleðaferð og gönguskíði í Mývatnssveit

Júlli er í vetrarparadísinni við Mývatn og skellir sér í snjósleðaferð.

Vetur: Þyrluskíði og heit böð í fjörunni

Júlli er á Tröllaskaga og byrjar daginn á Siglufirði.

Vetur: Skagaströnd, Glaumbær, Tindastóll og Borgarsandur

Júlli leiðsögumaður vaknar hress og ferskur á Skagaströnd, en þaðan heldur hann til Skagafjarðar.

Vetur: Skíðakennsla í Hlíðarfjalli og heimsókn í Jólagarðinn

Júlli leiðsögumaður er kominn í Hlíðarfjall til að læra á skíði, en hann hefur ekki rennt sér nema einu sinni eða tvisvar áður.

Vetur: Kolugljúfur, hestamennska og matur úr héraði

Júlli leiðsögumaður er farinn aftur af stað, til að upplifa vetrarferðalag um Norðurland. Hið magnaða Kolugljúfur kemur hér við sögu, hestamennska og matur úr héraði á Blönduósi.

Upptaka frá fundi um flugmál

Þriðjudaginn 16. febrúar bauð Markaðsstofa Norðurlands til fundar um flugmál um Norðurlandi, sem haldinn var á fjarfundarforritinu Zoom. Fundurinn var tekinn upp og hér má horfa á upptökuna.

Komdu norður á gönguskíði!

Gönguskíði hafa notið sífellt vaxandi vinsælda síðustu ár og í dag má segja að þetta sé ein vinsælasta vetraríþrótt Íslendinga. Þau henta öllum og á Norðurlandi má finna gönguskíðaspor og brautir fyrir öll getustig