Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Fundur um flugmál á Norðurlandi

Markaðsstofa Norðurlands heldur fund um flugmál á Norðurlandi þriðjudaginn 16. febrúar kl. 10:00 – 11:45. Á fundinum verður farið yfir niðurstöður greiningar á erlendum mörkuðum m.t.t. heimsókna til Norðurlands, kynntar niðurstöður könnunar sem gerð var á heimamarkaði og staðan tekin á uppbyggingu á Akureyrarflugvelli.

Samantekt frá vinnustofu og fundi

Fundurinn „Íslendingar stefna norður“ var haldinn á miðvikudaginn síðastliðinn, en hann fór fram á fjarfundarforritinu Zoom. Góð mæting var á fundinn og sömuleiðis voru bæði þátttaka og umræður í vinnustofum í kjölfar fyrirlestra með besta móti.

Vetrarævintýri á Norðurlandi

Á veturna breytist landið úr grænum og gróðursælum svæðum yfir í snæviþakin svæði og frosna fossa. Að upplifa Norðurland í vetrarbúningnum er mikið ævintýri fyrir alla fjölskylduna

Endurreisum ferðaþjónustuna með nýjum áherslum

Árið 2020 fór ferðaþjónustan aftur um 10 ár í tölum um fjölda erlendra ferðamanna á landinu. Áhrifin eru gríðarleg og ljóst er að stórt skarð hefur verið höggvið í ferðaþjónustuna sem enginn veit hversu langan tíma tekur að koma á réttan stað á ný.

Íslendingar stefna norður - Fundur og vinnustofa

Þann 3. febrúar næstkomandi, frá 10:00 – 11:30, býður Markaðsstofa Norðurlands til fundar og vinnustofu með samstarfsfyrirtækjum sínum þar sem rætt verður um markhópinn íslenska ferðamenn.

Áfangastaðaáætlun 2021-2023 er komin út

Áfangastaðaáætlun fyrir Norðurland, sem gildir frá 2021-2023 hefur nú verið gefin út og má skoða hana hér á vefnum.

Vetrarflugi frá Hollandi aflýst vegna heimsfaraldurs

Ekkert verður af fyrirhuguðum flugferðum hollensku ferðaskrifstofunnar Voigt Travel í vetur

Ratsjáin - Viltu vera með?

Ratsjáin er ákveðið verkfæri ætlað stjórnendum í ferðaþjónustu og tengdum greinum sem vilja auka nýsköpunarhæfni sína, hraða mikilvægum breytingaferlum og öðlast aukna yfirsýn og getu til að þróa vörur og þjónustu.

Verðlaunað fyrir uppbyggingu við Goðafoss

Þingeyjarsveit hlaut í gær Umhverfisverðlaun Ferðamálastofu árið 2020, fyrir uppbyggingu við Goðafoss.

Samantekt frá Vestnorden

Ferðasýningin Vestnorden var haldin með breyttu sniði 7. október síðastliðin. Sýningin átti að fara fram á Reykjanesi í ár en vegna aðstæðna var hún færð í rafrænt form og verður haldin á Reykjanesi á næsta ári. Hátt í 200 fyrirtæki tóku þátt í sýningunni og var Markaðsstofa Norðurlands þar á meðal.

Kveðja frá MN vegna Uppskeruhátíðar

Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands, sendir kveðju til samstarfsfyrirtækja MN í tilefni þess að í dag hefði Uppskeruhátíð ferðaþjónustunnar á Norðurlandi verið haldin venju samkvæmt.

Hvað er framundan hjá okkur?

Framundan eru breyttir tímar. Ferðamynstur mun breytast, nýir markaðir opnast og vísbendingar eru um að áherslur ferðamanna verði aðrar þegar heimurinn opnar að nýju fyrir ferðalög