Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Ný dagsetning opnunarhátíðar Demantshringsins

Formleg opnunarhátíð Demantshringsins verður sunnudaginn 6. september 2020, en áður hafði þurft að fresta viðburðinum sem átti að halda þann 22. ágúst.

Formlegri opnun Demantshringsins frestað ótímabundið

Á morgun, laugardaginn 22. ágúst stóð til að opna Demantshringinn formlega með borðaklippingu og ræðum. Þessari opnun hefur nú verið frestað ótímabundið, en nánari upplýsingar um það hvenær hún verður verða gefnar út í næstu viku.

Demantshringurinn formlega opnaður

Formleg opnun Demantshringsins verður á laugardaginn næsta, 22. ágúst. Demantshringurinn er stórkostlegur 250 kílómetra langur hringvegur á Norðurlandi, en þar er að finna magnaðar náttúruperlur og skemmtilega afþreyingu.

Goðafoss - Fuglalíf og rafmagnshjól

Júlli leiðsögumaður lýkur ferðalagi sínu um Demantshringinn þegar hann skoðar Goðafoss, en hann fer þó ekki beint á hefðbundnum fararskjóta þangað. Á leiðinni frá Mývatni fer hann í fuglaskoðun - innanhúss - og gæðir sér á íslenskri kjötsúpu.

Mývatnssveit - Jarðhræringar og sjálfbærni

Júlli leiðsögumaður er kominn í Mývatnssveit, þar sem ótrúlega margt er hægt að sjá og gera.

Sigling útí eyjur

Hægt er að fara í fjölbreyttar siglingar útí 4 mismunandi eyjur Norðurlands. Fjölskrúðugt fuglalíf hvert sem litið er og hægt að freist þess að sjá hvali að leik í sínu náttúrulega umhverfi.

Dettifoss - Selfoss og Hafragilsfoss

Júlli leiðsögumaður heldur áfram leið sinni um Demantshringinn og fer frá Ásbyrgi um nýjan Dettifossveg meðfram Jökulsárgljúfrum.

Ásbyrgi - Tjörnesið og fegurðin

Í dag er Júlli leiðsögumaður í Ásbyrgi, en til þess að komast þangað frá Húsavík fer hann auðvitað fyrir Tjörnes. Hann á að vísu í smá vandræðum með það, eins og sést og heyrist

Húsavík - Hvalir og Sjóböð

Júlli leiðsögumaður er aftur farinn í ferðalag um Norðurland, og nú fer hann Demantshringinn. Á þeirri leið má sjá magnaðar náttúruperlur á borð við Ásbyrgi, Dettifoss, Goðafoss og Mývatn og nágrenni þess. Í dag er Júlli á Húsavík, „höfuðborg hvalanna.“

„Yfirtaka“ á samfélagsmiðlum

Í júní og júlí ætlar Markaðsstofa Norðurlands að leyfa samstarfsfyrirtækjum sínum, sem þess óska, að „taka yfir“ samfélagsmiðlasíðuna Norðurland á bæði Facebook og Instagram

Fjöruferðir á Norðurlandi

Svartar strendur eru einkennandi fyrir Ísland þar sem oft á tíðum er hægt að finna rekavið, skeljar og annað áhugavert sjávarfang. Þessar strendur eru margar hverjar vel aðgengilegar og fátt er meira hressandi en göngutúr meðfram strandlengjunni og anda að sér fresku sjávarloftinu.

Voigt Travel aflýsir sumarflugi

Hollenska ferðaskrifstofan Voigt Travel hefur ákveðið að aflýsa öllum flugferðum á sínum vegum í sumar, þ.m.t. til Akureyrar. Ástæðan er óvissan sem enn ríkir vegna Covid 19 faraldursins.