Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu
Tækifæri í sögutengdri ferðaþjónustu á Norðurlandi
Ráðstefna um tækifæri í sögutengdri ferðaþjónustu verður haldin 21. nóvember kl 13:00 – 15:30 á Hótel Kea Akureyri.
Viðurkenningar veittar á Uppskeruhátíð
Venju samkvæmt veitti Markaðsstofa Norðurlands þrjár viðurkenningar á Uppskeruhátíð ferðaþjónustunnar á Norðurlandi, sem var haldin í Hörgarársveit og Dalvíkurbyggð í gær.
Viðtalstímar Markaðsstofunnar
Í október og nóvember verða starfsmenn Markaðsstofunnar á ferð um landshlutann og bjóða öllum þeim sem hafa áhuga til viðtals um þau verkefni sem verið er að vinna að á vegum stofnunarinnar.
Flug til framtíðar - málþing og vinnustofa
Þriðjudaginn 15. október verður málþing, og vinnustofa, undir nafninu „Flug til framtíðar“ haldið í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri, frá kl. 13-16.
Fréttaskot í september
Á morgun, fimmtudaginn 12. september, verður haustráðstefna markaðsstofa landshlutanna haldin á Hótel Reykjavík Natura. Umfjöllunarefnið er „Ferðamaður framtíðarinnar“ og aðalfyrirlesari er Paul Davies, forstöðumaður ferðamálarannsókna hjá markaðsráðgjafafyrirtækinu MINTEL. Þeir sem ekki komast á ráðstefnuna geta horft á streymi frá henni á www.markadsstofur.is.
Flugvél Transavia sótti í dag hóp ferðamanna sem hafa dvalið á Norðurlandi undanfarna daga, þann síðasta sem ferðast hingað með ferðaskrifstofunni Voigt Travel í sumar. Alls hefur ferðaskrifstofan staðið fyrir 16 ferðum til Akureyrar í sumar, í beinu flugi frá Rotterdam og almennt hafa ferðalangarnir verið mjög ánægðir með alla þá þjónustu sem þeir hafa nýtt sér og ferðalagið sjálft.
Uppskeruhátíð ferðaþjónustu á Norðurlandi - Skráning
Hátíðinni hefur verið frestað til 30. október.
Hátíðin mun fara fram 24. október næstkomandi í Hörgársveit, Hjalteyri, Hauganesi og Árskógsströnd. Þátttökumet hefur verið slegið seinustu ár og við gerum ekki ráð fyrir breytingu á því svo það stefnir í góða hátíð.
Ferðamaður framtíðarinnar
Markaðsstofur landshlutanna í samstarfi við Ferðamálastofu bjóða til ráðstefnu um strauma og stefnur í ferðamálum framtíðarinnar.
Norðurstrandarleið formlega opnuð
Norðurstrandarleið, eða Arctic Coast Way á ensku, var í dag formlega opnuð á Hvammstanga og Bakkafirði. Leiðin hefur verið í þróun í meira en þrjú ár og því afar ánægjulegt að þessum áfanga hafi verið náð í dag.
North Iceland Official Tourist Guide kominn út
Bókin okkar, North Iceland Official Tourist Guide, er nú komin út og búið er að dreifa henni á langflestar upplýsingamiðstöðvar á Norðurlandi. Það sama á við sumarkortin, en á því korti er Norðurstrandarleið kyrfilega merkt inn og því ætti að vera nokkuð þægilegt að útskýra hvar hún liggur.
Kynningarfundir ferðamálaráðherra 3. og 5. júní
Á haustmánuðum 2017 ákvað ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra að ráðast í viðamikið verkefni um viðmið sjálfbærni vegna fjölda ferðamanna á Íslandi m.t.t. innviða og samfélags. Slíkt verkefni hefur ekki verið unnið áður á landsvísu sem gerir það einstakt á heimsvísu. Fyrsta áfanga verkefnisins lauk haustið 2018 með skilgreiningu hátt í sjötíu vísa um sjálfbærni út frá efnahagslegum, umhverfislegum og samfélagslegum þáttum, í því skyni að leggja mat á hversu mörgum ferðamönnum er hægt að taka á móti á Íslandi.
Fyrsta flug Voigt Travel og Transavia til Akureyrar
Fyrsta ferð Transavia með ferðamenn á vegum Voigt Travel kom mánudaginn 27. maí frá Rotterdam. Þetta er fyrsta flugið af 16 hjá Transavia í sumar til höfuðstaðar Norðurlands. Við þetta tækifæri tilkynnti Cees van den Bosch, framkvæmdastjóri Voigt Travel að ákveðið hefði verið að fljúga frá flugvellinum á Akureyri til Amsterdam næsta vetur. Flogið yrði á mánudögum og föstudögum frá 14. febrúar. Farnar yrðu alls átta ferðir.