Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Norðurstrandarleið einn besti áfangastaður Evrópu

Arctic Coast Way – Norðurstrandarleið var í dag valið á topp 10 lista yfir þá áfangastaði í Evrópu sem best er að heimsækja, að mati Lonely Planet sem er einn vinsælasti útgefandi ferðahandbóka í heiminum.
Demantshringurinn

Markaðssetning á Demantshringnum - Umræðufundur

Viltu taka þátt í þróun á þessari fallegu ferðamannaleið? Fimmtudaginn 23. maí kl 13:00 – 15:00 á veitingahúsinu Sölku á Húsavík.

Kynning á störfum Markaðsstofunnar frá aðalfundi

Á aðalfundi Markaðsstofu Norðurlands var venju samkvæmt var farið yfir störf MN á síðasta ári. Hér að neðan má sjá upptöku frá þeirri kynningu .

Lokaskýrsla um þróun upplifana birt

Lokaskýrsla Blue Sail um þróun upplifana á Arctic Coast Way/Norðurstrandarleið hefur nú verið birt. Í skýrslunni er að finna samantekt á því starfi sem hefur verið unnið í tengslum við þróun upplifana, en sú vinna fór fram í fimm þrepum frá því í nóvember 2017 og fram í október 2018.

Samstarf um markaðssetningu Diamond Circle

Markaðsstofa Norðurlands og Húsavíkurstofa hafa gert með sér samning um notkun á heitinu Diamond Circle sem er í eigu Húsavíkurstofu.
Ný stjórn Markaðsstofu Norðurlands. Á myndina vantar Viggó Jónsson og Arngrím Arnarson.

Ný stjórn kosin á aðalfundi

Þrír stjórnarmenn voru kjörnir í stjórn Markaðsstofu Norðurlands, á aðalfundi sem haldinn var á Fosshótel Húsavík þriðjudaginn 7. maí. Dagskrá fundarins var samkvæmt skipulagsskrá, en fundargögn koma inn á vefsíðuna síðar.

Transavia selur flugsæti til og frá Akureyri

Hollenska flugfélagið Transavia hefur hafið beina sölu á flugsætum til Akureyrar frá Rotterdam, í ferðir sem farnar verða í sumar og næsta vetur.

Vinnustofur Voigt Travel og MN í maí

Hollenska ferðaskrifstofan Voigt Travel, sem mun hefja flugferðir beint til Akureyrar í lok maí, mun í samstarfi við Markaðsstofu Norðurlands og Flugklasann Air 66N halda vinnustofur á Akureyri í maí. Vinnustofurnar eru ætlaðar þeim ferðaþjónustufyrirtækjum sem vilja læra um hollenska ferðamenn og styrkja kynni sín við Voigt Travel. Skilyrði fyrir þátttöku er að fyrirtækið sé samstarfsfyrirtæki MN.

Vorráðstefna MN 2019 - „Okkar Áfangastaður“

Vorráðstefna Markaðsstofu Norðurlands verður haldin á Fosshótel Húsavík, þriðjudaginn 7. maí næstkomandi, frá 13-15:00. Heiti ráðstefnunnar að þessu sinni er „Okkar Áfangastaður“ og verður þar fjallað um þrjú viðamikil verkefni hjá Markaðsstofunni.

Boðun aðalfundar MN 2019

Markaðsstofa Norðurlands boðar til aðalfundar þriðjudaginn 7. maí 2019 kl 10-12. Fundurinn verður haldinn á Fosshótel Húsavík.
Guðrún Þóra og Björn handsala samning MN og RMF.

Rannsaka sögutengda ferðaþjónustu

Markaðsstofa Norðurlands hefur gert samkomulag við Rannsóknarmiðstöð ferðamála (RMF) og Rannsóknir og ráðgjöf ferðaþjónustunnar (RRF) um rannsóknir á sögutengdri ferðaþjónustu.

Skráning hafin í Arctic Coast Way

Opnað hefur verið fyrir skráningu fyrirtækja í Arctic Coast Way/Norðurstrandarleið, en ferðamannaleiðin verður formlega opnuð þann 8. júní næstkomandi á Degi hafsins.