Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Fréttaskot - Styttist í Arctic Coast Way

Skráning samstarfsfyrirtækja í Arctic Coast Way, Katrín Harðardóttir ráðin til starfa og markaðssetning safna og setra er meðal þess sem kemur fram í fréttaskoti marsmánaðar.
Frá Dettifossvegi. Mynd: Hörður Jónasson - Fjallasýn hf.

Ályktun stjórnar MN um snjómokstur á Dettifossvegi

Dettifossvegur hefur ekki verið mokaður að vetrarlagi nema tvisvar sinnum á ári, samkvæmt G-reglu Vegagerðarinnar um vetrarþjónustu. Þetta er óásættanlegt og ítrekað hefur verið bent á mikilvægi snjómoksturs á þessum vegi á undanförnum árum. Lítið hefur hinsvegar breyst og í dag er staðan sú að vegurinn er ófær öðrum en þeim sem keyra um á breyttum jeppum. Dettifoss er eitt helsta aðdráttaraflið í ferðaþjónustu á Norðurlandi, enda fossinn sá aflmesti í Evrópu.

Dettifoss: Lokað!

Ferðamaður vill komast að Dettifossi að vetri til. Ekki furða, hann vill fá að sjá aflmesta foss Evrópu og einstaka náttúruperlu. Hann vill fá að upplifa kraftinn sem býr í fossinum og sjá þetta undur með eigin augum

Iceland Winter Games í mars

Iceland Winter Games (IWG) vetrarhátíðin verður haldin í Hlíðarfjalli dagana 22.-24. mars næstkomandi en um alþjóðlega vetraríþróttahátíð er að ræða.

Baldvin nýr formaður stjórnar MN

Baldvin Esra Einarsson hefur tekið við formennsku í stjórn Markaðsstofu Norðurlands af Unni Valborg Hilmarsdóttur. Unnur Valborg hefur sagt sig úr stjórn Markaðsstofu Norðurlands vegna annarra verkefna, en úrsögn hennar var samþykkt á stjórnarfundi þann 17. desember. Í hennar stað kemur Tómas Árdal í stjórn.

Super Break og Titan Airways lentu á Akureyri í dag

Í dag lentu fyrstu ferðamenn vetrarins á Akureyrarflugvelli, sem koma til Norðurlands á vegum bresku ferðaskrifstofunnar Super Break. Flugferðirnar verða alls 29 í vetur og í hverri ferð verða sæti fyrir 200 manns. Þessi innspýting er því afar kærkomin fyrir ferðaþjónustu á Norðurlandi, eins og sást síðasta vetur.

Stærsta rannsóknarverkefni í ferðaþjónustu á Norðurlandi ýtt úr vör

Á mánudag var undirritaður samningur á milli Markaðsstofu Norðurlands, Rannsóknarmiðstöð ferðamála og Háskólinn á Hólum, um rannsóknarverkefni á áfangstaðnum Norðurlandi.

Upptaka frá kynningu á áfangastaðaáætlun

Fimmtudaginn 15. nóvember hélt ferðamálastofu kynningarfund um áfangastaðaáætlanir landshluta. Björn H. Reynisson, verkefnastjóri áfangastaðaáætlunar Norðurlands, kynnti afrakstur sinnar vinnu en sem kunnugt er var áætlunin birt hér á vefnum í júlí síðastliðnum

Bjóða beint flug frá Hollandi til Akureyrar

Hollenska ferðaskrifstofan Voigt Travel hefur nú hafið sölu á skipulögðum ferðum til Akureyrar með leiguflugi frá Hollandi. Ferðaskrifstofan áætlar að fljúga með ferðamenn yfir tvö tímabil á næsta ári, annars vegar yfir næsta sumar og hins vegar næsta vetur frá desember fram í mars.

Skráning hafin á Mannamót 2019

Markaðsstofa Norðurlands vekur athygli á því að skráning er hafin á Mannamót 2019. Viðburðurinn hefur verið vel sóttur síðustu ár, en nú hefur verið ákveðið að gera breytingu á staðsetningu hans. Að þessu sinni verður Mannamót haldið Kórnum í Kópavogi, fimmtudaginn 17. janúar, 2019.

Menningarbrunnur Eyþings kominn í loftið

Eyþing og SSNV hafa nú birt viðamikinn gagnagrunn um menningartengda þjónustu á Norðurlandi sem nefnist Menningarbrunnur - Gagnagrunnur um menningarstarf á Norðurlandi.

Áfangastaðaáætlanir kynntar á fundi Ferðamálastofu

Þann 15. nóvember 2018 mun Ferðamálastofa halda kynningu á áfangastaðaáætlunum. Fundurinn verður haldinn á Hótel Sögu í Reykjavík kl. 13-16.