Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Vilt þú hafa áhrif á ferðamálastefnu Íslands til 2030?

Sérstök upplýsingasíða hefur verið sett upp á vef stjórnarráðsins, þar sem hægt er að kynna sér vinnu sjö starfshópa sem eiga að skila tillögum að aðgerðum í aðgerðaráætlun fyrir ferðaþjónustustefnu til ársins 2030. Þar er einnig hægt að hafa áhrif á vinnu hópanna með því að senda inn ábendingar, hugmyndir og tillögur.

Gistinóttum í júní fjölgar og herbergi betur nýtt

Aldrei hafa skráðar gistinætur á hótelum verið fleiri í júní á Norðurlandi en á þessu ári. Alls voru þær 54.236, sem er 8% fjölgun frá síðasta ári.

Fyrsta flugvél Edelweiss lenti í miðnætursól á Akureyri

Rétt fyrir miðnætti á föstudaginn síðasta, 7. júlí, lenti fyrsta flugvélin frá svissneska flugfélaginu Edelweiss á Akureyri.

Líflegar umræður á fundi með Icelandair

Icelandair og Markaðsstofa Norðurlands stóðu fyrir umræðufundi um tengiflug flugfélagsins á milli Akureyrar og Keflavíkur, sem hefst í október og verður í boði út nóvember. Á fundinn komu ýmsir gestir úr ferðaþjónustu og frá sveitarfélögum á Norðurlandi, til að ræða um tækifæri og áskoranir í þessu verkefni.

Umræðufundur með Icelandair um flug milli Akureyrar og Keflavíkur

Föstudaginn 30. júní klukkan 9:30 verður haldinn fundur um alþjóðatengingu Icelandair frá Akureyrarflugvelli.

Vinna við aðgerðaáætlun ferðaþjónustunnar hafin

Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri MN, verður formaður eins starfshóps af sjö sem falið er að vinna tillögur að aðgerðaáætlun fyrir ferðamálastefnu til 2030.

Skrifstofa MN flutt í Strandgötu

Markaðsstofa Norðurlands hefur fært sig um set og hefur flutt skrifstofuna sína frá Hafnarstræti 91 yfir í Strandgötu 31.

Icelandair býður upp á alþjóðatengingu milli Akureyrar og Keflavíkurflugvallar

Á tímabilinu 15. október til 30. nóvember 2023, mun Icelandair bjóða upp á flug á milli Akureyrar og Keflavíkurflugvallar í tengslum við millilandaflug sitt.

easyJet flýgur beint frá London til Akureyrar

Eitt stærsta flugfélag Evrópu, easyJet, mun fljúga beint frá Gatwick í London til Akureyrar næsta vetur í áætlunarflugi. Flugfélagið tilkynnti þetta í dag og hefur nú þegar opnað fyrir bókanir, en fyrsta flugferðin verður 31. október. Flogið verður tvisvar í viku, á þriðjudögum og laugardögum, út mars 2024.

Ný stjórn kjörin á aðalfundi - upptaka

Ný stjórn Markaðsstofu Norðurlands var kjörin á aðalfundi sem haldinn var á Laugarbakka þriðjudaginn 16. maí. 

Kontiki býður vetrarferðir frá Zurich til Norðurlands

Svissneska ferðaskrifstofan Kontiki hefur ákveðið að bjóða upp á vetrarferðir til Norðurlands næsta vetur, í beinu flugi frá Zurich. Þetta er í fyrsta sinn sem ferðaskrifstofan býður ferðir beint til Norðurlands, en hún hefur töluverða reynslu af því að selja ferðir til Íslands allt árið um kring

Iceland Travel Tech í Grósku

Iceland Travel Tech sem er samstarfsverkefni Ferðaklasans og Ferðamálastofu fer nú fram í fimmta skipti í Grósku – Vatnsmýri. Viðburðurinn er haldin sem hluti af Nýsköpunarvikunni þann 25.maí og hefst kl 13:00