Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

„Stór tækifæri í vetrarferðaþjónustu“

„Beint millilandaflug skilar ferðamanninum betur til okkar. Við fáum mjög lítinn hluta norður af þeim ferðamönnum sem koma suður, alltof lítinn hluta. En hérna fáum við ferðamenn bara beint inn á svæðið og því mun meiri líkur á að þeir nýti sér þá þjónustu sem hér er í boði,“ segir Arinbjörn Þórarinsson, framkvæmdastjóri veitingahússins Greifans í nýjasta viðtali Okkar auðlindar.

easyJet hefur sölu á flugi næsta vetur

Breska flugfélagið easyJet hefur hafið sölu á flugferðum til Akureyrarflugvallar frá London Gatwick í október og nóvember á næsta ári.

„Við eigum svo mikla möguleika í vetrarferðaþjónustu“

„Beint millilandaflug til Akureyrar er risastórt mál fyrir okkur og fyrir þetta samfélag hér. Bæði fyrir vinnustaðinn minn, Jarðböðin og bara fyrir samfélagið í heild sinni.“

Samstillt samfélagsmiðlaherferð samstarfsfyrirtækja og Markaðsstofu Norðurlands vegna easyJet

Í næstu viku hefst samstillt samfélagsmiðlaherferð hjá Markaðsstofu Norðurlands og samstarfsfyrirtækjum, sem vilja taka þátt.

Ferðaþjónustuvikan í janúar

Dagana 16.- 18. janúar næstkomandi munu stærstu aðilarnar í stoðkerfi ferðaþjónustu koma saman og standa fyrir viðburðum á höfuðborgarsvæðinu undir merkjum Ferðaþjónustuvikunnar

Vetraferðamennska rædd á vinnufundi MAS

Í vikunni hittust starfsmenn Markaðsstofa landshlutanna (MAS) á tveggja daga vinnufundi, sem að þessu sinni var haldinn á Akureyri og í Mývatnssveit

Súpufundir með Markaðsstofu Norðurlands á Sauðárkróki, Akureyri og í Mývatnssveit

Koma easyJet breytir þróun ferðaþjónustunnar á Norðurlandi og skapar mikil tækifæri yfir vetrartímann. Hvað getur MN gert til að markaðssetja svæðið og hvar þurfum við standa betur saman til að tryggja áframhaldandi vöxt í fluginu?

Mikil ánægja með blaðamannaferð Edelweiss í vor

Snemma sumars 2023 komu blaðamenn og tökumenn á vegum svissneska flugfélagsins Edelweiss til Íslands, en svissneska almannatengslastofan Ferris Bühler Communications skipulagði ferðina í samstarfi við Markaðsstofu Norðurlands og Markaðsstofu Suðurlands. Ferðin gekk frábærlega þrátt fyrir að veðrið hafi sett strik í reikninginn og umfjöllunin í kjölfarið varð mun meiri en gert hafði verið ráð fyrir.

Vinnustofur með Voigt Travel í Eyjafjarðarsveit

Hollenska ferðaskrifstofan Voigt Travel, sem hefur staðið fyrir leiguflugi til Akureyrar síðan 2019, mun í samstarfi við Markaðsstofu Norðurlands og Flugklasann Air 66N halda vinnustofur í Eyjafirði.
Visiticeland.com

Upplýsingar til ferðamanna vegna jarðhræringa á Reykjanesi

Meðfylgjandi er texti á ensku sem Íslandsstofa útbjó vegna jarðhræringa á Reykjanesi, sem fólk í ferðaþjónustu getur nýtt til að senda á viðskiptavini sína eða til að veita upplýsingar eftir því sem þörf er á.

Skráning hafin á Mannamót Markaðsstofa landshlutanna - Hluti af Ferðaþjónustuvikunni

Nú er búið að opna fyrir skráningar á Mannamót Markaðsstofa landshlutanna, sem verða haldin í Kórnum í Kópavogi fimmtudaginn 18. janúar 2024 frá klukkan 12 til 17.

Söguleg lending easyJet á Akureyrarflugvelli

Nýr kafli í sögu norðlenskrar ferðaþjónustu hófst í dag þegar fyrsta flugvél breska flugfélagsins easyJet lenti á Akureyrarflugvelli í dag. Vélin flutti breska ferðamenn frá London Gatwick flugvellinum og næstu fimm mánuði verður flogið á milli þessara áfangastaða tvisvar í viku, á þriðjudögum og laugardögum.