Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Viðurkenningar á Uppskeruhátíð ferðaþjónustunnar á Norðurlandi

Uppskeruhátíð ferðaþjónustunnar á Norðurlandi var haldin í Eyjafirði í gær, nánar tiltekið í Eyjafjarðarsveit, Svalbarðsstrandarhreppi og Grýtubakkahreppi. Farið var í heimsóknir til ýmissa ferðaþjónustufyrirtækja á svæðinu, sem bjóða bæði afþreyingu, mat og gistingu ásamt ýmsu öðru.

Skráning sýnenda á Mannamót Markaðsstofa landshlutanna 2025

Nú er búið að opna fyrir skráningar á Mannamót Markaðsstofa landshlutanna, sem verða haldin í Kórnum í Kópavogi fimmtudaginn 16. janúar 2025 frá klukkan 12 til 17.

Þrístapar tilnefndir sem staður ársins

Áfangastaðurinn Þrístapar í Vatnsdal í Húnavatnssýslu eftir Gagarín, Landslag og Harry Jóhannsson er tilnefndur sem staður ársins á Hönnunarverðlaununum 2024.

Vel sóttur fundur með NV-þingmönnum og ferðamálaráðherra

Markaðsstofa Norðurlands og Samtök ferðaþjónustunnar stóðu fyrir fundi með ráðherra ferðamála, Lilju Dögg Alfreðsdóttur, og þingmönnum Norðvesturkjördæmis á veitingastaðnum Teni Blönduósi þriðjudaginn 1. október. Fundurinn var opinn öllum en umræðuefnið var uppbygging, staðan og horfur í ferðaþjónustu í kjördæminu.

Vinnufundur um áfangastaðaáætlun Norðurhjara

Undanfarna mánuði hefur Markaðsstofa Norðurlands unnið að áfangastaðaáætlun fyrir Norðurhjarasvæðið. Markmið verkefnisins er að móta sameiginlega sýn svæðisins fyrir uppbyggingu í ferðaþjónustu.
Frá Vestnorden 2018

Vestnorden á Akureyri á næsta ári

Í kvöld var tilkynnt um að næsta Vestnorden ferðakaupstefna verður haldin á Akureyri, haustið 2025.

Vetrarferðir easyJet kynntar í Manchester

Í byrjun september var haldinn viðburður fyrir ferðaskrifstofur í Manchester, þar sem flug easyJet til Akureyrar voru rækilega kynnt. Viðburðurinn var á vegum Markaðsstofu Norðurlands og Nature Direct verkefnisins, sem snýst um að efla millilandaflug um Akureyri og Egilsstaði. 

Vel heppnuð kynnisferð með íslenskum ferðaskrifstofum

Um miðjan september fóru þeir Halldór Óli Kjartansson og Hjalti Páll Þórarinsson, verkefnastjórar hjá Markaðsstofu Norðurlands í tveggja daga kynnisferð um Norðurland með starfsmönnum íslenskra ferðaskrifstofa. Ferðin var unnin með SSNV og samstarfsfyrirtækjum Markaðsstofu Norðurlands.

Fundað með fulltrúum sveitarfélaga um framtíð Flugklasans

Fundarboð var sent til allra sveitarfélaga á Norðurlandi, en samningar um fjármögnun þeirra til verkefnisins renna út í árslok

Uppskeruhátíð í Eyjafirði 24. október

Uppskeruhátíð ferðaþjónustunnar á Norðurlandi verður haldin í Eyjafjarðarsveit og austanverðum Eyjafirði, fimmtudaginn 24. október næstkomandi. Farið verður í heimsóknir til fyrirtækja og á áhugaverða staði í nágrenninu. Dagskrá kvöldsins inniheldur kvöldverð og svo verður skemmtun til miðnættis, þar sem afhentar verða viðurkenningar.

Nýr verkefnastjóri markaðs- og áfangastaðaþróunar

Elín Aradóttir hefur verið ráðin sem verkefnastjóri markaðs- og áfangastaðaþróunar hjá Markaðsstofu Norðurlands, en starfið var auglýst í sumar. Verkefnastjóri vinnur í nánu samstarfi við ferðaþjónustuaðila og sveitarfélög á öllu Norðurlandi að þróun og markaðssetningu áfangastaðarins. Hún kemur til starfa hjá MN um miðjan september.

Útilistaverk sett upp á Norðurstrandarleið

Í byrjun ágúst voru sett upp þrjú listaverk á Norðurstrandarleið, sem hluti af því að efla enn frekar áhuga og kynningu á leiðinni. Hér á Íslandi og erlendis er leiðin orðin vel þekkt og dregur að sér ferðamenn, sem vilja ferðast utan alfaraleiðar, fara hægar yfir og dvelja lengur á því svæði sem leiðin nær yfir.