Viðurkenningar á Uppskeruhátíð ferðaþjónustunnar á Norðurlandi
Uppskeruhátíð ferðaþjónustunnar á Norðurlandi var haldin í Eyjafirði í gær, nánar tiltekið í Eyjafjarðarsveit, Svalbarðsstrandarhreppi og Grýtubakkahreppi. Farið var í heimsóknir til ýmissa ferðaþjónustufyrirtækja á svæðinu, sem bjóða bæði afþreyingu, mat og gistingu ásamt ýmsu öðru.