Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

easyJet tilkynnir um sölu á flugi frá Manchester

Breska flugfélagið easyJet tilkynnti í dag að það muni bjóða upp á flug frá bæði London Gatwick og Manchester til Akureyrar næsta vetur. Tilkynningin kemur í kjölfarið á góðum vetri hjá easyJet sem bauð í fyrsta sinn upp á flug frá London til Akureyrar.

Verkefnastjóri markaðs- og áfangastaðaþróunar

Markaðsstofa Norðurlands leitar að drífandi og skipulagðri markaðsmanneskju í starf verkefnastjóra markaðs- og áfangastaðaþróunar.

Fjarmarkaðir, hvernig er staðan í Asíu?

Á aðalfundi MN sem haldinn var í Hrísey fimmtudaginn 30. maí hélt Ársæll Harðarson erindi um Asíu og fjarmarkaði í íslenskri ferðaþjónustu.

„Nú er ekki tíminn til að slá slöku við“

Formaður stjórnar Markaðsstofu Norðurlands, Viggó Jónsson, setti aðalfund MN sem haldinn var í Hrísey fimmtudaginn 30. maí. Hann fór þar með stutta ræðu, sem hægt er að lesa hér að neðan.

Tekjur sveitarfélaga af ferðaþjónustu á Norðurlandi

Á aðalfundi MN sem haldinn var í Hrísey fimmtudaginn 30. maí, hélt Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar erindi um tekjur sveitarfélaga af ferðaþjónustu.
Hluti af nýrri stjórn á aðalfundi í Hrísey. Frá vinstri: Viggó Jónsson, Edda Hrund Skagfield Guðmund…

Ný stjórn kjörin á aðalfundi

Fimmtudaginn 30. maí var aðalfundur Markaðsstofu Norðurlands haldinn á Verbúðinni 66 í Hrísey

Menntamorgunn 14. maí: Öryggi í fyrsta sæti

Hæfnisetur ferðaþjónustunnar, SAF og Markaðsstofur landshlutanna boða til Menntamorguns ferðaþjónustunnar í streymi þriðjudaginn 14. maí kl. 9:00-9:45.

Nýsköpun og fjárfestingar í ferðaþjónustu - Dreifum við ferðamönnum eða fjárfestingum?

Ferðamálastofa og Íslenski ferðaklasinn bjóða til ráðstefnu með metnaðarfullri dagskrá um nýsköpun og fjárfestingar í ferðaþjónustu. Viðburðurinn er hluti af nýsköpunarvikunni 2024.

Aðalfundur Markaðsstofu Norðurlands 2024

Markaðsstofa Norðurlands boðar til aðalfundar fimmtudaginn 30. maí 2024 kl. 13:00. Fundurinn verður haldinn á veitingastaðnum Verbúðin 66, Hrísey. Öll eru hvött til þess að mæta á fundinn og athygli er vakin á því að aðeins þau sem mæta á staðinn geta tekið þátt í kosningu til stjórnar.

Menntamorgun ferðaþjónustunnar - Ráðningar og Z kynslóðin

Hæfnisetur ferðaþjónustunnar, Samtök ferðaþjónustunnar og Markaðsstofur landshlutanna bjóða til Menntamorguns ferðaþjónustunnar 10. apríl 2024 kl. 9-9:45. Fundurinn verður í streymi.

Sögur í markaðsstarfi - vinnustofa

Þriðjudaginn 30.apríl, kl.13:00-15:30 á Greifanum Akureyri, verður haldin vinnustofa þar sem við lærum að finna sögurnar sem leynast alls staðar í kringum okkur, vinna með þær og miðla þeim til viðskiptavina. Við skyggnumst aðeins inn í af hverju sögur virka í markaðsstarfi, sögur á mismunandi miðlum og fáum hagnýt ráð og tól til að vinna eigin sögur áfram.
Flugvél easyJet á Akureyrarflugvelli

easyJet byrjað að selja flugferðir út febrúar til Akureyrar

Breska flugfélagið easyJet tilkynnti í morgun flugáætlun sína fyrir tímabilið desember 2024- febrúar 2025. Nú er hægt að bóka ferðir með flugfélaginu til og frá Akureyri á þessu tímabili, sem bætist við október og nóvember sem áður hafði verið tilkynnt um.