Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Fréttir

Hvað er framundan hjá okkur?

Framundan eru breyttir tímar. Ferðamynstur mun breytast, nýir markaðir opnast og vísbendingar eru um að áherslur ferðamanna verði aðrar þegar heimurinn opnar að nýju fyrir ferðalög

Leyndarmál Norðurlands

Markaðsstofan vinnur nú að því að undirbúa kynningarherferðir haustsins, en sérstök áhersla verður á innlendan markað eins og undanfarna mánuði.

Hugur í norðlenskri ferðaþjónustu

Meirihluti forsvarsmanna ferðaþjónustufyrirtækja á Norðurlandi telja að fyrirtæki þeirra muni komast í gegnum þá erfiðleika sem Covid-19 faraldurinn hefur orsakað. Þetta kemur fram í nýrri könnun sem Markaðsstofa Norðurlands stóð fyrir í ágúst.

Demantshringurinn formlega opnaður

Demantshringurinn var formlega opnaður við hátíðlega athöfn í gær, þegar þrír ráðherrar klipptu á borða sem var strengdur yfir nýjan Dettifossveg mitt á milli Dettifoss og Ásbyrgis. Þessi ferðamannaleið er 250 kílómetra löng og tengir saman Húsavík, Goðafoss, Mývatnssveit, Dettifoss og Ásbyrgi auk fjölda annarra einstakra áfangastaða. Ferðaþjónustufyrirtæki á þessum hring eru fjölmörg og bjóða upp á margvíslega möguleika í gistingu, afþreyingu, mat og drykk.

Ný dagsetning opnunarhátíðar Demantshringsins

Formleg opnunarhátíð Demantshringsins verður sunnudaginn 6. september 2020, en áður hafði þurft að fresta viðburðinum sem átti að halda þann 22. ágúst.

Formlegri opnun Demantshringsins frestað ótímabundið

Á morgun, laugardaginn 22. ágúst stóð til að opna Demantshringinn formlega með borðaklippingu og ræðum. Þessari opnun hefur nú verið frestað ótímabundið, en nánari upplýsingar um það hvenær hún verður verða gefnar út í næstu viku.

Demantshringurinn formlega opnaður

Formleg opnun Demantshringsins verður á laugardaginn næsta, 22. ágúst. Demantshringurinn er stórkostlegur 250 kílómetra langur hringvegur á Norðurlandi, en þar er að finna magnaðar náttúruperlur og skemmtilega afþreyingu.

„Yfirtaka“ á samfélagsmiðlum

Í júní og júlí ætlar Markaðsstofa Norðurlands að leyfa samstarfsfyrirtækjum sínum, sem þess óska, að „taka yfir“ samfélagsmiðlasíðuna Norðurland á bæði Facebook og Instagram

Voigt Travel aflýsir sumarflugi

Hollenska ferðaskrifstofan Voigt Travel hefur ákveðið að aflýsa öllum flugferðum á sínum vegum í sumar, þ.m.t. til Akureyrar. Ástæðan er óvissan sem enn ríkir vegna Covid 19 faraldursins.

Kynning á störfum Markaðsstofunnar frá aðalfundi

Upptaka af kynningu framkvæmdastjóra á störfum Markaðsstofu Norðurlands á aðalfundi 2020 er nú aðgengileg.

Ný stjórn Markaðsstofu Norðurlands

Ný stjórn Markaðsstofu Norðurlands var kosin á aðalfundi, sem haldinn var þann 26. maí síðastliðinn. Aðalfundurinn var óvenjulegur, eins og svo margir fundir þetta misserið, en hann var í fyrsta sinn haldinn sem fjarfundur. Fundarstörf gengu engu að síður vel fyrir sig og venju samkvæmt var kosið í lausar stöður í stjórn MN.

Fámennið er aðdráttarafl fyrir erlenda ferðamenn

Ferðamenn sjá það sem mikinn kost að á Norðurlandi er hægt að upplifa fámenni, víðáttu og ósnorta náttúru, en slíkt verður að teljast kostur í því ástandi sem ferðaþjónusta í öllum heiminum er í um þessar mundir. Norðurljós, hvalaskoðun og gönguferðir eru þeir möguleikar í afþreyingu sem flestir ferðamenn nefndu í sérstakri viðtalsrannsókn, og helstu seglarnir eru Akureyri, Mývatn, Dettifoss og fossar almennt.