Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Fréttir

Síðasti vinnufundur með Blue Sail 12. september

Frá síðastliðnu hausti hefur breska ráðgjafafyrirtækið Blue Sail verið verkefnastjóra og stýrihópi Norðurstrandarleiðar/Arctic Coast Way til halds og trausts við vinnu á hönnun upplifana fyrir og aðstoðað okkur við að tryggja að hægt verði að bjóða upp á úrval „einstakra upplifana” eða svokallaðra „Hero Experiences” þegar ferðamannaleiðin verður afhjúpuð sumarið 2019.
Askja er mikilvægur hluti af ferðaþjónustu á Norðurlandi og hennar umhverfi

Kynningarfundur vegna áforma um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu

Fundir á Hvammstanga og Þingeyjarsveit næstu daga.

Þátttökuskilyrði fyrir ACW kynnt

Skilyrði fyrir þátttöku í verkefninu Arctic Coast Way (ACW) hafa nú verið betur skilgreind frá því að hugmyndir um þau voru fyrst kynnt í febrúar árið 2017. Verkefnið er í sífelldri mótun og þróun en skilyrðin eru nú betur sniðin að þörfum verkefnisins en áður.

Local Food Festival verður haldin í október

Á Norðurlandi er stór hluti þeirrar fæðu sem Íslendingar neyta framleiddur og þaðan kemur hráefni í alls kyns rétti sem bæði heimamenn og erlendir gestir sækja mikið í. Á matvælasýningunni Local Food Festival á Norðurlandi munu framleiðendur og matreiðslumenn sýna allt það besta sem tengist norðlenskum mat, en sýningin verður haldin í október í Menningarhúsinu Hofi.

Áfangastaðaáætlun Norðurlands komin út

Í dag var DMP áfangastaðaáætlun fyrir Norðurland birt í fyrsta sinn opinberlega. Markaðsstofa Norðurlands hefur unnið að skýrslunni undanfarin misseri, fyrir Ferðamálastofu Íslands sem heldur utan um slíkar greiningar í öllum landshlutum.

Fréttaskot í júní

Bókin okkar er komin út og sumarkortin sömuleiðis. Undirbúningur fyrir Vestnorden er í fullum gangi og salan hjá Super Break fyrir veturinn gengur vel. Þetta og meira í fréttaskoti júnímánaðar.

Uppsetning ILS búnaðar útiloki ekki stækkun flughlaðs

Stjórn Markaðsstofu Norðurlands bendir á eftirfarandi í ljósi umræðu um uppsetningu á ILS aðflugsbúnaði fyrir aðflug úr norðri á Akureyrarflugvelli.

Upptaka frá vorráðstefnu MN og Air 66N

Upptaka frá vorráðstefnu MN og Air 66N sem haldin var í Hofi, fimmtudaginn 3. maí er nú aðgengileg á bæði YouTube og Facebook. Á ráðstefnunni var fjallað um ferðir Super Break til Norðurlands, frá sjónarhóli þeirra og heimanna, millilandaflug um Akureyrarflugvöll í heild, innanlandsflug og fleira.
Pallborðsumræður

Titan Airways flýgur fyrir Super Break - Tengiflug til Keflavíkur heldur áfram

Breska flugfélagið Titan Airways mun sjá um að flytja farþega á vegum bresku ferðaskrifstofunnar Super Break frá Bretlandi til Akureyrar á næsta ári. Flugmenn þess hafa þegar hafið þjálfun í flughermum og munu koma til Akureyrar til æfinga áður en flogið verður með fyrstu farþegana. Þá ætlar Air Iceland Connect að hefja tengiflug að nýju í október á þessu ári, frá Akureyri til Keflavíkur. Þetta er meðal þess sem kom fram á vorráðstefnu Markaðsstofu Norðurlands og Flugklasans Air 66N sem fór fram í Hofi á Akureyri í gær.
Frá vinstri: Þórdís, Baldvin Esra, Arngrímur, Unnur Valborg, Edda Hrund, Viggó.

Tveir nýir stjórnarmenn kosnir á aðalfundi

Tveir nýir stjórnarmenn voru kjörnir í stjórn Markaðsstofu Norðurlands á aðalfundi sem haldinn var á Hótel Kea fimmtudaginn 3. maí. Dagskrá fundarins var samkvæmt skipulagsskrá og hér neðst má finna tengil á glærusýningu um verkefni ársins 2017.

Flogið í rétta átt - Vorráðstefna

Vorráðstefna Markaðsstofu Norðurlands og Flugklasans Air 66N verður haldin fimmtudaginn 3. maí næstkomandi, frá 14-16:45. Heiti ráðstefnunnar að þessu sinni er „Flogið í rétta átt“ og verður þar fjallað um flugferðir bresku ferðaskrifstofunnar Super Break til Akureyrar í vetur og á næstu misserum. Auk þess verður fjallað í víðara samhengi um millilandaflug um Akureyrarflugvöll, innanlandsflug og tengiflug til Keflavíkur.

Aðalfundur MN verður haldinn 3. maí

Markaðsstofa Norðurlands boðar til aðalfundar fimmtudaginn 3. maí 2018 kl 10-12. Fundurinn verður haldinn á Hótel KEA.