Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Fréttir

Vorráðstefna MN 2019 - „Okkar Áfangastaður“

Vorráðstefna Markaðsstofu Norðurlands verður haldin á Fosshótel Húsavík, þriðjudaginn 7. maí næstkomandi, frá 13-15:00. Heiti ráðstefnunnar að þessu sinni er „Okkar Áfangastaður“ og verður þar fjallað um þrjú viðamikil verkefni hjá Markaðsstofunni.
Guðrún Þóra og Björn handsala samning MN og RMF.

Rannsaka sögutengda ferðaþjónustu

Markaðsstofa Norðurlands hefur gert samkomulag við Rannsóknarmiðstöð ferðamála (RMF) og Rannsóknir og ráðgjöf ferðaþjónustunnar (RRF) um rannsóknir á sögutengdri ferðaþjónustu.

Skráning hafin í Arctic Coast Way

Opnað hefur verið fyrir skráningu fyrirtækja í Arctic Coast Way/Norðurstrandarleið, en ferðamannaleiðin verður formlega opnuð þann 8. júní næstkomandi á Degi hafsins.

Fréttaskot - Styttist í Arctic Coast Way

Skráning samstarfsfyrirtækja í Arctic Coast Way, Katrín Harðardóttir ráðin til starfa og markaðssetning safna og setra er meðal þess sem kemur fram í fréttaskoti marsmánaðar.
Frá Dettifossvegi. Mynd: Hörður Jónasson - Fjallasýn hf.

Ályktun stjórnar MN um snjómokstur á Dettifossvegi

Dettifossvegur hefur ekki verið mokaður að vetrarlagi nema tvisvar sinnum á ári, samkvæmt G-reglu Vegagerðarinnar um vetrarþjónustu. Þetta er óásættanlegt og ítrekað hefur verið bent á mikilvægi snjómoksturs á þessum vegi á undanförnum árum. Lítið hefur hinsvegar breyst og í dag er staðan sú að vegurinn er ófær öðrum en þeim sem keyra um á breyttum jeppum. Dettifoss er eitt helsta aðdráttaraflið í ferðaþjónustu á Norðurlandi, enda fossinn sá aflmesti í Evrópu.

Dettifoss: Lokað!

Ferðamaður vill komast að Dettifossi að vetri til. Ekki furða, hann vill fá að sjá aflmesta foss Evrópu og einstaka náttúruperlu. Hann vill fá að upplifa kraftinn sem býr í fossinum og sjá þetta undur með eigin augum

Iceland Winter Games í mars

Iceland Winter Games (IWG) vetrarhátíðin verður haldin í Hlíðarfjalli dagana 22.-24. mars næstkomandi en um alþjóðlega vetraríþróttahátíð er að ræða.

Baldvin nýr formaður stjórnar MN

Baldvin Esra Einarsson hefur tekið við formennsku í stjórn Markaðsstofu Norðurlands af Unni Valborg Hilmarsdóttur. Unnur Valborg hefur sagt sig úr stjórn Markaðsstofu Norðurlands vegna annarra verkefna, en úrsögn hennar var samþykkt á stjórnarfundi þann 17. desember. Í hennar stað kemur Tómas Árdal í stjórn.

Super Break og Titan Airways lentu á Akureyri í dag

Í dag lentu fyrstu ferðamenn vetrarins á Akureyrarflugvelli, sem koma til Norðurlands á vegum bresku ferðaskrifstofunnar Super Break. Flugferðirnar verða alls 29 í vetur og í hverri ferð verða sæti fyrir 200 manns. Þessi innspýting er því afar kærkomin fyrir ferðaþjónustu á Norðurlandi, eins og sást síðasta vetur.

Stærsta rannsóknarverkefni í ferðaþjónustu á Norðurlandi ýtt úr vör

Á mánudag var undirritaður samningur á milli Markaðsstofu Norðurlands, Rannsóknarmiðstöð ferðamála og Háskólinn á Hólum, um rannsóknarverkefni á áfangstaðnum Norðurlandi.

Upptaka frá kynningu á áfangastaðaáætlun

Fimmtudaginn 15. nóvember hélt ferðamálastofu kynningarfund um áfangastaðaáætlanir landshluta. Björn H. Reynisson, verkefnastjóri áfangastaðaáætlunar Norðurlands, kynnti afrakstur sinnar vinnu en sem kunnugt er var áætlunin birt hér á vefnum í júlí síðastliðnum

Bjóða beint flug frá Hollandi til Akureyrar

Hollenska ferðaskrifstofan Voigt Travel hefur nú hafið sölu á skipulögðum ferðum til Akureyrar með leiguflugi frá Hollandi. Ferðaskrifstofan áætlar að fljúga með ferðamenn yfir tvö tímabil á næsta ári, annars vegar yfir næsta sumar og hins vegar næsta vetur frá desember fram í mars.