Góður gangur í DMP-vinnu
Vinna við DMP áfangastaðaáætlun fyrir Norðurland er í fullum gangi þar sem meðal annars er búið að halda svæðisfundi innan fyrir fram skilgreinda svæða. Áfangastaðaáætlun DMP snýst um að skipuleggja og samhæfa þróun og stýringu á öllum þeim þáttum sem geta haft áhrif á upplifun ferðamanna á viðkomandi svæði/áfangastað, þ.m.t. þarfir gesta, heimamanna, fyrirtækja og umhverfis.