Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Fréttir

Góður gangur í DMP-vinnu

Vinna við DMP áfangastaðaáætlun fyrir Norðurland er í fullum gangi þar sem meðal annars er búið að halda svæðisfundi innan fyrir fram skilgreinda svæða. Áfangastaðaáætlun DMP snýst um að skipuleggja og samhæfa þróun og stýringu á öllum þeim þáttum sem geta haft áhrif á upplifun ferðamanna á viðkomandi svæði/áfangastað, þ.m.t. þarfir gesta, heimamanna, fyrirtækja og umhverfis.

Super Break staðfestir flugferðir til Akureyrar næsta sumar og vetur

Breska ferðaskrifstofan Super Break, sem stendur fyrir flugferðum frá Bretlandi beint til Akureyrar í janúar og febrúar næstkomandi, hefur nú ákveðið að fljúga með farþega til Akureyrar næsta sumar og sömuleiðis næsta vetur. Þetta var tilkynnt á fundi forsvarsmanns Super Break, Chris Hagan, með forvarsmönnum ferðaþjónustufyrirtækja á Norðurlandi sem haldin var á Hótel KEA í morgun.

Skráning á Mannamót 2018 hafin

Markaðsstofa Norðurlands vekur athygli á því að skráning er hafin á Mannamót 2018. Viðburðurinn hefur verið vel sóttur síðustu ár, en eins og áður verður hann haldinn í flugskýli Ernis á Reykjavíkurflugvelli. Að þessu sinni verða Mannamót haldin fimmtudaginn 18. janúar, 2018.

Önnur áfangaskýrsla um Norðurstrandarleið komin út

Margt hefur gerst í verkefninu Arctic Coast Way, sem nú ber einnig íslenska heitið Norðurstrandarleið, síðan við sendum frá okkur síðustu skýrslu um verkefnið í mars síðastliðnum.

Frábærri Uppskeruhátíð lokið

Uppskeruhátíð ferðaþjónustunnar á Norðurlandi fór fram í gær í Mývatnssveit og óhætt er að segja að hún hafi verið frábær. Mývetningar tóku vel á móti sínum kollegum í ferðaþjónustu og farið var í heimsóknir í ýmis fyrirtæki á svæðinu, áður en boðið var upp á kvöldmat og skemmtun í Skjólbrekku.

Ísland frá A til Ö – ný vegferð í markaðssetningu áfangastaðarins

Íslandsstofa verður með fund á Akureyri þar sem farið verður yfir nýjar markaðsáherslur og markhópagreiningu fyrir ferðaþjónustuna. Fundirnir eru haldnir í samstarfi við Markaðsstofu Norðurlands. Fundurinn er öllum opinn óháð aðild að Markaðsstofunni.

Markaðssetning og samfélagsmiðlar - námskeið

Markaðsstofa Norðurlands heldur í næstu viku námskeið þar sem fjallað verður um markaðssetningu á samfélagsmiðlum og öðrum stafrænum miðlum. Námskeiðið verður haldið á Greifanum, fimmtudaginn 19. október og verður frá 11-14. Þátttökugjald er 5.900 krónur og innifalið í því er hádegismatur.

Ferðamaðurinn eða fjárfestingin - Hvort kemur á undan? -

Markaðsstofur landshlutanna (MAS) kynna árlega ráðstefnu um málefni ferðaþjónustunnar í samstarfi við Deloitte Dagsetning: 12. október 2017, kl. 13.00-16.00

Uppskeruhátíð og Vestnorden - Fréttaskot

Markaðsstofan vill minna á skráningu á Uppskeruhátíðina 2017, sem haldin verður þann 26. október í Mývatnssveit.

Áfangastaðaáætlun DMP á Norðurlandi - Staða mála

Nú er vinna við gerð áfangastaðaáætlunar DMP á Norðurlandi í fullum gangi. Undanfarnir mánuðir hafa farið í undirbúning og skipulagningu á verkefninu. Auk þess hefur verið lögð áhersla á að hitta lykilhagsmunaaðila í verkefninu á öllu svæðinu, þar sem meðal annars allir sveitarstjórar voru heimsótti

Uppskeruhátíð MN 2017

Skráning er hafin á uppskeruhátíð Markaðsstofu Norðurlands. Hátíðin mun fara fram 26. október næstkomandi í Mývatnssveit. Þátttökumet hefur verið slegið seinustu ár og við gerum ekki ráð fyrir breytingu á því svo það stefnir í góða hátíð.

Ferðaþjónusta er auðlind okkar allra

Við sem störfum í ferðaþjónustunni þekkjum vel hversu öflug atvinnugreinin er, hversu miklu hún skilar til samfélagsins, hvernig hún stuðlar að aukinni þekkingu á náttúrunni og bættu aðgengi að henni. Við vitum hversu stóran þátt ferðaþjónustan á í því að atvinnulífið á Íslandi vex og dafnar.