Titan Airways flýgur fyrir Super Break - Tengiflug til Keflavíkur heldur áfram
Breska flugfélagið Titan Airways mun sjá um að flytja farþega á vegum bresku ferðaskrifstofunnar Super Break frá Bretlandi til Akureyrar á næsta ári. Flugmenn þess hafa þegar hafið þjálfun í flughermum og munu koma til Akureyrar til æfinga áður en flogið verður með fyrstu farþegana. Þá ætlar Air Iceland Connect að hefja tengiflug að nýju í október á þessu ári, frá Akureyri til Keflavíkur. Þetta er meðal þess sem kom fram á vorráðstefnu Markaðsstofu Norðurlands og Flugklasans Air 66N sem fór fram í Hofi á Akureyri í gær.