Málþing um AR tölvutækni sem nýtist í kennslu og upplýsingamiðlun
Háskólinn á Akureyri tekur þátt í EEA verkefni sem snýst um Augmented reality (AR) eða aukinn veruleika. Um er að ræðatölvutækni sem hefur verið að ryðja sér til rúms víða erlendis m.a. í kennslu, ferðaþjónustu og hjá fyrirtækjum. AR býður upp ýmislegt umfram QR kóðann, sem dæmi má nefna þrívíddarhreyfimyndir. Tæknin getur nýst á ýmsa vegu en í stuttu máli gengur hún út á að hlaða niður appi í snjalltæki sem síðan lífgar við texta eða myndir.