Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Fréttir

Aðgengi að Íslandi - Málþing um millilandaflug á Norður og Austurland - Upptökur

Þriðjudaginn 13. september mun MN og flugklasinn Air 66N halda málþing um millilandaflug á Norður- og Austurlandi undir yfirskriftinni "Aðgengi að Íslandi". Málþingið verður haldið í Flugsafni Íslands á Akureyri og hefst kl. 14:00.
#MAS

Ráðstefna Markaðsstofa Landshlutanna - Upptökur komnar á vefinn

Markaðsstofur Landshlutanna (MAS) héldu ráðstefnuna Dreifing ferðamanna. Upplegg ráðstefnunar var hvað getum við gert til þess að stuðla að dreifingu ferðamanna um allt land. Á ráðstefnunni var farið yfir helstu boðleiðir, stöðu sveitarfélaga, DMP vinnu,og margt fleira. Niðurstöður úr könnun Deloitte og MAS var kynnt og má sjá hana með því að smella á myndina hér fyrir neðan. Upptaka frá ráðstefnunni verður svo birt innan skamms hér á vef MN.
www.nordurland.is

KYNNINGARFUNDIR UM GERÐ STEFNUMARKANDI STJÓRNUNARÁÆTLANA

Stjórnstöð ferðamála og Ferðamálastofa boða til 14 kynningarfunda um gerð stefnumarkandi stjórnunaráætlana (Destination Management Plans-DMP) um landið.
Mynd: Hörður

Verkefnastjóri sérverkefnis um Arctic Circle Route á Norðurlandi

Verkefnastjóri sérverkefnis um Arctic Circle Route á Norðurlandi Markaðsstofa Norðurlands auglýsir lausa stöðu verkefnisstjóra í 5 mánuði. Verkefnið er unnið í samtarfi við aðila á Norðurlandi.
www.markadsstofur.is

Ráðstefna Markaðsstofa landshlutanna (MAS) um dreifingu ferðamanna

Markaðsstofur landshlutanna (MAS) halda árlega ráðstefnu um málefni ferðaþjónustunnar í samstarfi við Deloitte. Ráðstefnan verður haldin í Iðnó, 15. september n.k. kl. 13-16.
@andrewstrain

Opnar pallborðsumræður um ferðamál á norðurslóðum 29. ágúst

Þér er boðið í samtal! Hvenær: Mánudaginn 29. ágúst kl. 15.30-17.30 Hvar: Háskólanum á Akureyri, Miðborg (N-102)
#northiceland

Flugþróunarsjóður auglýsir eftir umsóknum um styrki

Markmiðið með Flugþróunarsjóði er að styðja við uppbyggingu nýrra flugleiða til Íslands þannig að koma megi á reglulegu millilandaflugi um alþjóðaflugvellina Akureyri og Egilsstaði Með því er stuðlað að dreifingu ferðamanna um landið í samræmi við Vegvísi í ferðaþjónustu, bættri nýtingu innviða ríkisins, bættum búsetuskilyrðum og lífsgæðum heimamanna og bættum rekstrarskilyrðum atvinnureksturs á Norður- og Austurlandi.
#Miðnætursól

Fréttaskot MN 07.07.2016

Ferjuferð Strætó hófst 1. júlí Bíllinn fer frá Akureyri til Dalvíkur, ekur niður að höfn á Dalvík og tekur farþega úr Grímseyjarferjunni. Fer niður á Ársskógssand tekur farþega úr Hríseyjarferjunni og þaðan til Akureyrar. Þetta er góð viðbót við samgöngur á Norðurlandi og nú er aðgengi að eyjunum fögru enn betra.
#Hrísey

Ferjuferð Strætó hófst 1. júlí.

Hér fyrir neðan má sjá tímaföflu leið 78 en ferjuferðin er merkt með A og verður ekin mán-mið-fös. Bíllinn fer frá Akureyri til Dalvíkur og ekur niður að höfn á Dalvík og tekur farþega frá Grímseyjarferjunni og fer svo niður á Ársskógssand til að taka farþega frá Hríseyjarferjunni og þaðan til Akureyrar. Þetta er góð bót við samgöngur í ferjur á Norðurlandi og nú aðgengi að eyjunum fögru enn betra.
#localfood

Local Food Festival 2016 - Skráning sýnenda er hafin.

Local Food Festival í Íþróttahöllinni á Akureyri helgina 1.-2. október & Matarhátíðin North Iceland - Local Food Festival 26. september – 1. október Local Food sýningin verður haldin í Íþróttahöllinni á Akureyri helgina 1.-2. október næstkomandi. Þetta er stærsti viðburður sinnar tegundar á landinu og er sýningin haldin annaðhvert ár en hún kallast á við sýninguna Stóreldhús í Reykjavík sem einnig er haldin annað hvert ár,þannig getur áhugafólk um matarmenningu sótt sýningar af þessu tagi ár hvert.
Dettifoss

Brothættar byggðir á norðaustuhorninu- ályktun um Dettifossveg

Verkefnisstjórnir Raufarhöfn og framtíðin og Öxarfjörður í sókn sem eru hluti af Brotthættum byggðum hafa samþykkt svohljóðandi ályktun vegna Til­lögu til þingsálykt­un­ar um fjög­urra ára sam­göng­uáætl­un fyr­ir árin 2015–2018. Brothættar byggðir eru byggðaeflingarverkefni hleypt af stokkunum árið 2012 af Byggðastofnun.
#Dettifoss

Ályktun frá aðalfundi Ferðamálasamtaka Norðurlands eystra

Ferðamálasamtök Norðurlands eystra og Markaðsstofa Norðurlands skora á ríkisstjórn og Alþingi að tryggja fjármuni til þess að klára að byggja upp Dettifossveg (862) og setja þau áform inn á Samgönguáætlun til næstu ára. Að klára að byggja upp þennan veg með bundnu slitlagi sem allra fyrst er afar stórt hagsmunamál allra á Norðurlandi. Framkvæmdin mun hafa gríðarlega mikil áhrif á dreifingu ferðamanna og samkeppnishæfni svæðisins, auk þess að bæta samgöngur og þar með lífsgæði fyrir íbúa.