Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Fréttir

Local Food Festival

Fréttaskot 2.7.15

Akureyri valinn topp áfangstaður í Evrópu í sumar af Lonely Planet Lonely Planet valdi Akureyri sem topp áfangastað í Evrópu í sumar. Með því að velja Akureyri er verið að vísa í allt það sem er hér í boði og nær umhverfi Akureyrar spilar þar stóran hluta. Náttúruperlur í allar áttir, þjónusta og menning gera það að verkum að svona viðurkenning hlotnast. Til hamingju allir á Norðurlandi sem hafa tekið að sér að gera svæðið að topp áfangastað.
Akureyrarflugvöllur

Ótvíræður ávinningur af millilandaflugi um Akureyrarflugvöll

Ríkið ætlar að liðka til fyrir millilandaflugi frá Egilsstöðum og Akureyri með því að fella niður gjöld á flugfélög fyrstu tvö árin og aðstoða við markaðssetningu svæðanna með fjárframlögum. Þetta staðfestir Matthías Imsland, formaður starfshóps sem kannar möguleika á millilandaflugi frá landsbyggðunum. Tekjur hins opinbera af millilandafluginu yrðu nærri 1,3 milljörðum króna árlega.
#lundi

Fréttaskot 9.6.15

Vinnustofa á Akureyri með þýskum ferðaskrifstofum 18. júní. Við minnum samstarfsfyrirtæki Markaðsstofunnar á vinnustofuna 18. júní næstkomandi klukkan 16:00-18:00 á efri hæð Greifans. Fyrirkomulagið er einfalt, hver og einn fær eitt borð til þess að geyma bæklinga og annað efni.
Háskólinn á Akureyri

Málþing um AR tölvutækni sem nýtist í kennslu og upplýsingamiðlun

Háskólinn á Akureyri tekur þátt í EEA verkefni sem snýst um Augmented reality (AR) eða aukinn veruleika. Um er að ræðatölvutækni sem hefur verið að ryðja sér til rúms víða erlendis m.a. í kennslu, ferðaþjónustu og hjá fyrirtækjum. AR býður upp ýmislegt umfram QR kóðann, sem dæmi má nefna þrívíddarhreyfimyndir. Tæknin getur nýst á ýmsa vegu en í stuttu máli gengur hún út á að hlaða niður appi í snjalltæki sem síðan lífgar við texta eða myndir.
Stjórn og starfsfólk MN 2015-2016

Aðalfundur Markaðsstofu Norðurlands haldinn 22. maí 2015

Aðalfundur Markaðsstofu Norðurlands var haldinn 22. maí 2015 kl 13-15 á Hótel KEA. Dagskrá var samkvæmt skipulagsskrá. Á vef MN er að finna kynningar á starfinu 2014 og kynningu á starfi flugklasans Air 66N sem farið var yfir á fundinum.
#NorthIceland

Aðalfundur Markaðsstofu Norðurlands verður haldinn 22. maí

Aðalfundur Markaðsstofu Norðurlands verður haldinn föstudaginn 22. maí nk. kl 13-15 á Hótel KEA Akureyri. Dagskrá aðalfundar verður skv skipulagsskrá: Skýrsla stjórnar Afgreiðsla ársreiknings Afgreiðsla fjárhagsáætlunar Stjórnarkjör Kjör endurskoðenda Starfsreglur stjórnar Önnur mál
#AskGudmundur

Áfangastaðurinn Ísland - Upplýsingafundir 21. maí á Húsavík og Akureyri

Markaðssetning viðhorf og samstarf. Íslandsstofa og Markaðsstofa Norðurlands boða til upplýsingafunda um samstarf og markaðssetningu áfangastaðarins Íslands. Á fundunum mun Inga Hlín Pálsdóttir, forstöðumaður, ferðaþjónustu og skapandi greina, fara yfir hvernig verið er að vinna markaðsstarfið á erlendum mörkuðum á þessu ári ásamt því að ný herferð Ísland – allt árið verður kynnt. Farið verður einnig stuttlega yfir nýja viðhorfs- og vitundarannsókn um Ísland. Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands, mun kynna áherslur markaðsstofunnar í markaðssetningu og samstarfi. Í lok fundar gefst tími til umræðna.
#Nonnahús

Móttaka og kynning á söfnum Safnaklasa Eyjafjarðar í Hofi

Móttaka og kynning á söfnum Safnaklasans í Hofi Í tengslum við opnun á sameiginlegri sýningu safnanna í Eyjafirði í Menningarhúsinu Hofi er ferðaþjónustuaðilum boðið á kynningu á söfnunum í Hofi miðvikudaginn 13. maí n.k. milli kl. 16-18.
Flugklasinn Air 66N

Fréttatilkynning - Þingmannafundur um flugmál 08.04.15

Í gær var haldinn fundur um 65 sveitarstjórnarmanna og þingmanna á Akureyri um opnun fleiri gátta inn í landið fyrir erlenda ferðamenn. Á fundinum kom fram mikill einhugur meðal fundarmanna um mikilvægi þess að opna fleiri gáttir inn í landið. Mikil samstaða var einnig um að aðkoma heimamanna væri nauðsynleg í vinnunni. Skipun starfshóps á vegum forsætisráðuneytisins var fagnað, en jafnframt lögð áhersla á að út úr vinnunni komu haldbær gögn og ákvarðanataka stjórnvalda í kjölfarið.
Ski Iceland 5x5 ferð

Fréttaskot 31.3.15

Ski Iceland Markaðsstofan hefur stýrt verkefni með skíðasvæðum Íslands sem staðsett eru á Norðurlandi undanfarin misseri. Samstarfið hefur gegnið vel og mikill erill var í skíðatengdri kynningu nú upp á síðkastið. Ski Iceland(www.skiiceland.is) klasinn tók þátt í Vestnorden, Mannamótum og Mid Atlantic.
Stefnumótun SAF

Fundur um mótun stefnu og framtíðarsýnar í íslenskri ferðaþjónustu

Markaðsstofa Norðurlands, í samvinnu við atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið og Samtök ferðaþjónustunnar, boðar til funda um mótun stefnu og framtíðarsýnar í íslenskri ferðaþjónustu.
MATUR-INN

MATUR-INN North Iceland Food Festival

Sýningin MATUR-INN 2015 í Íþróttahöllinni á Akureyri dagana 17. og 18. október 2015 Sýningin er haldin annaðhvert ár og var aðsóknarmet sett árið 2013 þegar 13-15 þúsund gestir heimsóttu sýninguna. Fáir viðburðir eru fjölsóttari á Norðurlandi og laðar sýningin einnig að sér gesti víða að af landinu. Skráning er nú hafin.