Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Fréttir

Gleðileg jól

Jólakveðja og Fréttaskot 21.12.2015

Markaðsstofa Norðurlands óskar þér gleðilegar jóla og farsældar á komandi ári. Skrifstofa MN mun loka á milli jóla og nýárs. Síðasti starfsdagur jól er 22. desember og við opnum svo aftur 4. janúar. Árið 2015 hefur verið viðburðaríkt fyrir ferðaþjónustuna.
Markaðsstofa Norðurlands

Fréttaskot MN 23.11.15

Samgönguþing Markaðsstofu Norðurlands var haldið 19.11.15 í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri. Þingið var vel sótt og erindin voru fróðleg. Þingið var tekið upp og má nálgast það í heild sinni ásamt erindum á þessari slóð http://www.nordurland.is/is/bladamenn/frettir/samgonguthing
Frá vinstri Hjalti Páll, MN - Helgi Már,Icelandair

Samgönguþing Markaðsstofu Norðurlands svaraði spurningum og tók á brýnum málefnum (Upptaka af þingi og efnistök)

Samgönguþing einkenndist að þessu sinni af vegamálum og flugmálum. Markaðsstofan hefur tekið að sér hlutverk tengiliðs við vegagerðina fyrir hönd ferðaþjónustunnar á Norðurlandi. Það starf felur í sér samhæfingu og kortlagningu á þörfum ferðaþjónustunnar í vegamálum ásamt samskiptum við vegagerðina fyrir hönd ferðaþjónustunnar og öfugt.

Samgönguþing Markaðsstofu Norðurlands - Skráning og dagskrá

Samgönguþing Markaðsstofu Norðurlands verður haldið fimmtudaginn 19. nóvember 2015 í Hofi á Akureyri. Samgöngur eru forsenda fyrir uppbyggingu og vexti ferðaþjónustu á Norðurlandi og grunnurinn að því að markmið um dreifingu ferðamanna náist.
www.ferdamalastefna.is

Opnir fundir á Norðurlandi um nýjan Vegvísi í ferðaþjónustu

Kynning á nýjum Vegvísi ferðaþjónustunnar eru fyrirhugaðir á Norðurlandi. Fundirnir eru sem hér segir: Veitingahúsinu Sölku á Húsavík Miðvikudaginn 4. nóvember kl. 12:00
www.nordurland.is

EIGA NÁTTÚRUVERND OG FERÐAÞJÓNUSTA SAMLEIÐ? - BRENT MITCHELL

Rannsóknamiðstöð ferðamála, Ferðamálastofa, Markaðsstofa Norðurlands og Akureyrarstofa bjóða til málstofu mánudaginn 2. nóvember kl. 14-15 í anddyri Borga, rannsókna- og nýsköpunarhúsinu, við Háskólann á Akureyri.
#Uppskera15

Viðurkenningar á Uppskeruhátíð ferðaþjónustunnar á Norðurlandi 2015

Uppskeruhátíð ferðaþjónustunnar á Norðurlandi var haldin fimmtudaginn 8. október síðastliðinn. Hátíðin var að þessu sinni haldin í Þingeyjarsveit og Húsavík og tóku um 90 manns þátt í gleðinni.
www.rmf.is

Innsýn í gerð nýrra ferðaþjónustureikninga fyrir Ísland

„ Innsýn í gerð nýrra ferðaþjónustureikninga fyrir Ísland“ fundurinn verður haldinn mánudaginn 5. október kl. 15 Lögbergi í stofu 101 við Háskóla Íslands.
Uppskeruhátíð 2014

Fréttaskot 15.9.2015

Uppskeruhátíð ferðaþjónustunnar á Norðurlandi 2015. Hátíðin mun fara fram 8. október næstkomandi á Húsavík og Þingeyjarsveit. Á næstu dögum sendum við út skráningarform sem þarf að fylla út ásamt tilboðum í gistingu. Þátttökumet hefur verið slegið seinustu ár og við gerum ekki ráð fyrir breytingu á því svo það stefnir í góða hátíð.
Local Food Festival

Fréttaskot 2.7.15

Akureyri valinn topp áfangstaður í Evrópu í sumar af Lonely Planet Lonely Planet valdi Akureyri sem topp áfangastað í Evrópu í sumar. Með því að velja Akureyri er verið að vísa í allt það sem er hér í boði og nær umhverfi Akureyrar spilar þar stóran hluta. Náttúruperlur í allar áttir, þjónusta og menning gera það að verkum að svona viðurkenning hlotnast. Til hamingju allir á Norðurlandi sem hafa tekið að sér að gera svæðið að topp áfangastað.
Akureyrarflugvöllur

Ótvíræður ávinningur af millilandaflugi um Akureyrarflugvöll

Ríkið ætlar að liðka til fyrir millilandaflugi frá Egilsstöðum og Akureyri með því að fella niður gjöld á flugfélög fyrstu tvö árin og aðstoða við markaðssetningu svæðanna með fjárframlögum. Þetta staðfestir Matthías Imsland, formaður starfshóps sem kannar möguleika á millilandaflugi frá landsbyggðunum. Tekjur hins opinbera af millilandafluginu yrðu nærri 1,3 milljörðum króna árlega.
#lundi

Fréttaskot 9.6.15

Vinnustofa á Akureyri með þýskum ferðaskrifstofum 18. júní. Við minnum samstarfsfyrirtæki Markaðsstofunnar á vinnustofuna 18. júní næstkomandi klukkan 16:00-18:00 á efri hæð Greifans. Fyrirkomulagið er einfalt, hver og einn fær eitt borð til þess að geyma bæklinga og annað efni.