Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Fréttir

Visit North Iceland

MN fundur 24. febrúar næstkomandi skráning hér

Markaðsstofu fundur þriðjudaginn 24. febrúar 2015 á Hótel KEA klukkan 10:30 og stendur til 12:30. Súpa og kaffi 1.500 kr. Dagskrá fundarins er fjölbreytt eins og sjá má: Arnheiður Jóhannsdóttir fer yfir stöðu mála í Birding Iceland fugla klasanum. Gunnar I. Gunnsteinsson framkvæmdastjóri Menningarfélags Akureyrar heldur erindi um samvinnu MAk og ferðaþjónustunnar á Norðurlandi. Skráning hér http://www.nordurland.is/is/markadsstofan/frettir-af-innra-starfi/skraning-a-fund-mn-24-02-15
Fyrsti stjörnuflokkaði gististaðurinn í Vakann

Fyrsti stjörnuflokkaði gististaðurinn í VAKANN!

Hótel Rauðaskriða fékk s.l.föstudag VAKA viðurkenningu sína afhenta, fyrst allra gististaða eftir að gistihlutinn var innleiddur í gæða- og umhverfiskerfið. Ráðherra ferðamála, Ragnheiður Elín Árnadóttir afhenti eigendum viðurkenninguna á ferðakaupstefnunni Mid-Atlantic. Hótel Rauðaskriða flokkast sem þriggja stjörnu hótel samkvæmt gæðaviðmiðum þeim sem unnið er eftir og sem taka mið af viðmiðum hotelstars í Evrópu.
Vakinn

Námskeið um innleiðingu VAKANS á Norðurlandi vestra

Þá er komið að því að námskeið um innleiðingu Vakans hefjast á Norðurlandi vestra. Eins og áður hefst vinnan á kynningarfundi þar sem farið er yfir um hvað Vakinn snýst og hvernig námskeiðin verða byggð upp. Ferðamálasamtök Norðurlands vestra setja upp þessi námskeið og halda utanum vinnuna við þau.
Vakinn

Vakinn námskeið á Norðurlandi

Ferðamálasamtök Norðurlands Eystra í samstarfi við Markaðsstofu Norðurlands og ráðgjafa SÍMEY boða til kynningarfunda vegna námskeiða í innleiðingu Vakans, gæðakerfis í ferðaþjónustu.
Fjölmennum á Mannamót 2015

Mannamót 2015 skráning er hafin

Markaðsstofur landshlutanna efna til Mannamóts 2015, þann 22. Janúar n.k. Meðfylgjandi eru upplýsingar um Mannamótið. Um er að ræða stefnumót þátttökuaðila í markaðsstofunum við ferðasöluaðila á Höfuðborgarsvæðinu. Endilega kynnið ykkur þennan viðburð og hafið samband ef spurningar vakna.
Markaðsstofa Norðurlands

Ný heimasíða fyrir Norðurland

Nú fögnum við opnun nýrrar heimasíðu og gerum það með stolti. Við viljum þakka Kapli vefráðgjöf og Stefnu hugbúnaðarhúsi sérstaklega fyrir þeirra framlag.
Flugklasinn Air 66N

Eingáttastefna stjórnvalda skaðar Ísland Millilandaflug um aðra flugvelli landsins

Eftirfarandi yfirlýsing var að fara á fjölmiðla frá 10 hagsmunasamtökum á landsbyggðinni, frá vestfjörðum til austfjarða: Eingáttastefna stjórnvalda skaðar Ísland Millilandaflug um aðra flugvelli landsins