Fara í efni

    Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

    Fréttir

    Stærsta rannsóknarverkefni í ferðaþjónustu á Norðurlandi ýtt úr vör

    Á mánudag var undirritaður samningur á milli Markaðsstofu Norðurlands, Rannsóknarmiðstöð ferðamála og Háskólinn á Hólum, um rannsóknarverkefni á áfangstaðnum Norðurlandi.

    Upptaka frá kynningu á áfangastaðaáætlun

    Fimmtudaginn 15. nóvember hélt ferðamálastofu kynningarfund um áfangastaðaáætlanir landshluta. Björn H. Reynisson, verkefnastjóri áfangastaðaáætlunar Norðurlands, kynnti afrakstur sinnar vinnu en sem kunnugt er var áætlunin birt hér á vefnum í júlí síðastliðnum

    Bjóða beint flug frá Hollandi til Akureyrar

    Hollenska ferðaskrifstofan Voigt Travel hefur nú hafið sölu á skipulögðum ferðum til Akureyrar með leiguflugi frá Hollandi. Ferðaskrifstofan áætlar að fljúga með ferðamenn yfir tvö tímabil á næsta ári, annars vegar yfir næsta sumar og hins vegar næsta vetur frá desember fram í mars.

    Skráning hafin á Mannamót 2019

    Markaðsstofa Norðurlands vekur athygli á því að skráning er hafin á Mannamót 2019. Viðburðurinn hefur verið vel sóttur síðustu ár, en nú hefur verið ákveðið að gera breytingu á staðsetningu hans. Að þessu sinni verður Mannamót haldið Kórnum í Kópavogi, fimmtudaginn 17. janúar, 2019.

    Menningarbrunnur Eyþings kominn í loftið

    Eyþing og SSNV hafa nú birt viðamikinn gagnagrunn um menningartengda þjónustu á Norðurlandi sem nefnist Menningarbrunnur - Gagnagrunnur um menningarstarf á Norðurlandi.

    Áfangastaðaáætlanir kynntar á fundi Ferðamálastofu

    Þann 15. nóvember 2018 mun Ferðamálastofa halda kynningu á áfangastaðaáætlunum. Fundurinn verður haldinn á Hótel Sögu í Reykjavík kl. 13-16.

    Frábær Uppskeruhátíð í Húnaþingi vestra

    Uppskeruhátíð ferðaþjónustunnar á Norðurlandi fór fram í gær í Húnaþingi vestra og óhætt er að segja að hún hafi verið frábær. Húnvetningar tóku vel á móti kollegum sínum í ferðaþjónustu og farið var í heimsóknir til ýmissa fyrirtækja á svæðinu og nýr útsýnispallur við Kolugljúfur var sömuleiðis skoðaður. Um kvöldið var svo haldin vegleg veisla í veislusalnum á Hótel Laugarbakka, þar sem dansinn dunaði fram eftir nóttu.

    Ísjaki í Eyjafirði

    Borgarísjaki sást í Eyjafirði í gær, rétt norðaustan við Hrólfssker. Jakinn varð strax aðdráttarafl þeirra sem fóru í hvalaskoðun og vakti mikla athygli. Í frétt RÚV kemur fram að talið sé að jakinn sé um 20 metra hár, sem þýðir að hann gæti náð niður á allt að 200 metra dýpi.

    Fréttaskot í september

    Vestnorden er á næsta leiti, sömuleiðis Uppskeruhátíðin og skráning meðlima í Arctic Coast Way hefst í október.

    Uppskeruhátíð Markaðsstofu Norðurlands 2018

    Skráning er hafin á Uppskeruhátíð Markaðsstofu Norðurlands. 2018 Hátíðin mun fara fram 18. október næstkomandi í Húnaþingi vestra. Þátttökumet hefur verið slegið seinustu ár og við gerum ekki ráð fyrir breytingu á því svo það stefnir í góða hátíð.

    Ný dagsetning Local Food Festival

    Vegna anna og eindregna óska frá greininni hefur verið tekin ákvörðun um nýja dagsetningu á Local Food Festival, sem haldin verður laugardaginn 16.mars 2019.

    Super Break auglýsir Norðurland í bresku sjónvarpi

    Breska ferðaskrifstofan Super Break hóf í dag sýningar á nýrri sjónvarpsauglýsingu, þar sem ferðir með beinu flugi á Norðurland eru auglýstar.