Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Fréttir

Sumarferðum Voigt Travel lokið - vetrarferðir framundan

Flugvél Transavia sótti í dag hóp ferðamanna sem hafa dvalið á Norðurlandi undanfarna daga, þann síðasta sem ferðast hingað með ferðaskrifstofunni Voigt Travel í sumar. Alls hefur ferðaskrifstofan staðið fyrir 16 ferðum til Akureyrar í sumar, í beinu flugi frá Rotterdam og almennt hafa ferðalangarnir verið mjög ánægðir með alla þá þjónustu sem þeir hafa nýtt sér og ferðalagið sjálft.

Uppskeruhátíð ferðaþjónustu á Norðurlandi - Skráning

Hátíðinni hefur verið frestað til 30. október. Hátíðin mun fara fram 24. október næstkomandi í Hörgársveit, Hjalteyri, Hauganesi og Árskógsströnd. Þátttökumet hefur verið slegið seinustu ár og við gerum ekki ráð fyrir breytingu á því svo það stefnir í góða hátíð.
Ferðamaður framtíðarinnar

Ferðamaður framtíðarinnar

Markaðsstofur landshlutanna í samstarfi við Ferðamálastofu bjóða til ráðstefnu um strauma og stefnur í ferðamálum framtíðarinnar.

Norðurstrandarleið formlega opnuð

Norðurstrandarleið, eða Arctic Coast Way á ensku, var í dag formlega opnuð á Hvammstanga og Bakkafirði. Leiðin hefur verið í þróun í meira en þrjú ár og því afar ánægjulegt að þessum áfanga hafi verið náð í dag.

Fyrsta flug Voigt Travel og Transavia til Akureyrar

Fyrsta ferð Transavia með ferðamenn á vegum Voigt Travel kom mánudaginn 27. maí frá Rotterdam. Þetta er fyrsta flugið af 16 hjá Transavia í sumar til höfuðstaðar Norðurlands. Við þetta tækifæri tilkynnti Cees van den Bosch, framkvæmdastjóri Voigt Travel að ákveðið hefði verið að fljúga frá flugvellinum á Akureyri til Amsterdam næsta vetur. Flogið yrði á mánudögum og föstudögum frá 14. febrúar. Farnar yrðu alls átta ferðir.

Norðurstrandarleið einn besti áfangastaður Evrópu

Arctic Coast Way – Norðurstrandarleið var í dag valið á topp 10 lista yfir þá áfangastaði í Evrópu sem best er að heimsækja, að mati Lonely Planet sem er einn vinsælasti útgefandi ferðahandbóka í heiminum.
Demantshringurinn

Markaðssetning á Demantshringnum - Umræðufundur

Viltu taka þátt í þróun á þessari fallegu ferðamannaleið? Fimmtudaginn 23. maí kl 13:00 – 15:00 á veitingahúsinu Sölku á Húsavík.

Kynning á störfum Markaðsstofunnar frá aðalfundi

Á aðalfundi Markaðsstofu Norðurlands var venju samkvæmt var farið yfir störf MN á síðasta ári. Hér að neðan má sjá upptöku frá þeirri kynningu .

Lokaskýrsla um þróun upplifana birt

Lokaskýrsla Blue Sail um þróun upplifana á Arctic Coast Way/Norðurstrandarleið hefur nú verið birt. Í skýrslunni er að finna samantekt á því starfi sem hefur verið unnið í tengslum við þróun upplifana, en sú vinna fór fram í fimm þrepum frá því í nóvember 2017 og fram í október 2018.

Samstarf um markaðssetningu Diamond Circle

Markaðsstofa Norðurlands og Húsavíkurstofa hafa gert með sér samning um notkun á heitinu Diamond Circle sem er í eigu Húsavíkurstofu.
Ný stjórn Markaðsstofu Norðurlands. Á myndina vantar Viggó Jónsson og Arngrím Arnarson.

Ný stjórn kosin á aðalfundi

Þrír stjórnarmenn voru kjörnir í stjórn Markaðsstofu Norðurlands, á aðalfundi sem haldinn var á Fosshótel Húsavík þriðjudaginn 7. maí. Dagskrá fundarins var samkvæmt skipulagsskrá, en fundargögn koma inn á vefsíðuna síðar.

Transavia selur flugsæti til og frá Akureyri

Hollenska flugfélagið Transavia hefur hafið beina sölu á flugsætum til Akureyrar frá Rotterdam, í ferðir sem farnar verða í sumar og næsta vetur.