Fara í efni

    Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

    Fréttir

    Demantshrings fundi frestað til 10. janúar

    Fundinum um nýtt vörumerki Demantshringsins, sem átti að vera á morgun í Mývatnssveit, hefur verið frestað til föstudagsins 10. janúar næstkomandi.

    Fundur um flugmál á Akureyri

    Markaðsstofa Norðurlands stefnir að því að halda fund um flugmál á Hótel Kea á Akureyri mánudaginn 16. desember n.k. 12:00 – 14:00.

    Kynning á nýju vörumerki Demantshringsins

    Fimmtudaginn 12. desember næstkomandi verður hádegisfundur á Sel-Hótel Mývatn um Demantshringinn/Diamond Circle, frá klukkan 11:30-13:00.

    Ársfundur Norðurstrandarleiðar og þróun upplifana

    Ársfundur Norðurstrandarleiðar – Arctic Coast Way var haldinn á Dalvík í síðustu viku. Verkefnastjórarnir Christiane Stadler og Katrín Harðardóttir voru þar með kynningar á verkefninu, því starfi sem unnið hefur verið á undanförnum misserum og því sem framundan er. Áhugi erlendra fjölmiðla á Norðurstrandarleið hefur verið mikill og ekki síst eftir að Lonely Planet sett leiðina á lista yfir áhugaverðustu staði Evrópu til að heimsækja.

    Ferðamenn líklegri í hvalaskoðun á Norðurlandi

    Erlendir ferðamenn sem heimsækja Norðurland eru mun líklegri til þess að fara í hvalaskoðun, heldur en aðrir ferðamenn sem koma til Íslands

    Vinnustofa vegna stefnumótunar í ferðaþjónustu

    Hafin er vinna við aðgerðabundna stefnumótun fyrir ferðaþjónustu á Íslandi til ársins 2025. Verkefnið er sameiginlegt verkefni Atvinnuvega og nýsköpunarráðuneytisins, Sambands Sveitarfélaga, Samtaka ferðaþjónustunnar og Stjórnstöðvar ferðamála.

    Upptaka frá ráðstefnu um sögutengda ferðaþjónustu

    Í gær, fimmtudaginn 21. nóvember, var ráðstefna um sögutengda ferðaþjónustu haldin á Hótel Kea.

    Söfn á Norðurlandi koma vel út í nýrri rannsókn

    Ferðamenn sem fara á söfn á Norðurlandi eru ánægðir með heimsóknir þangað, jafnt innlendir sem erlendir ferðamenn. Þetta er niðurstaða nýrrar rannsóknar sem Rannsóknarmiðstöð ferðamála vann að beiðni Markaðsstofu Norðurlands, en niðurstöður hennar voru kynntar á ráðstefnu á Hótel Kea í dag.

    Samstarf í þágu útflutningshagsmuna - hádegisfundur

    Utanríkisráðherra og fulltrúar Íslandsstofu ræða samstarf og þjónustu við íslenskar útflutningsgreinar á Norðurlandi

    Fréttaskot í nóvember

    Skráning á Mannamót er hafin og ráðstefna um sögutengda ferðaþjónustu verður haldin í lok nóvember.

    Tækifæri í sögutengdri ferðaþjónustu á Norðurlandi

    Ráðstefna um tækifæri í sögutengdri ferðaþjónustu verður haldin 21. nóvember kl 13:00 – 15:30 á Hótel Kea Akureyri.

    Viðurkenningar veittar á Uppskeruhátíð

    Venju samkvæmt veitti Markaðsstofa Norðurlands þrjár viðurkenningar á Uppskeruhátíð ferðaþjónustunnar á Norðurlandi, sem var haldin í Hörgarársveit og Dalvíkurbyggð í gær.