Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Fréttir

Áfangastaðaáætlun DMP á Norðurlandi - Staða mála

Nú er vinna við gerð áfangastaðaáætlunar DMP á Norðurlandi í fullum gangi. Undanfarnir mánuðir hafa farið í undirbúning og skipulagningu á verkefninu. Auk þess hefur verið lögð áhersla á að hitta lykilhagsmunaaðila í verkefninu á öllu svæðinu, þar sem meðal annars allir sveitarstjórar voru heimsótti

Uppskeruhátíð MN 2017

Skráning er hafin á uppskeruhátíð Markaðsstofu Norðurlands. Hátíðin mun fara fram 26. október næstkomandi í Mývatnssveit. Þátttökumet hefur verið slegið seinustu ár og við gerum ekki ráð fyrir breytingu á því svo það stefnir í góða hátíð.

Ferðaþjónusta er auðlind okkar allra

Við sem störfum í ferðaþjónustunni þekkjum vel hversu öflug atvinnugreinin er, hversu miklu hún skilar til samfélagsins, hvernig hún stuðlar að aukinni þekkingu á náttúrunni og bættu aðgengi að henni. Við vitum hversu stóran þátt ferðaþjónustan á í því að atvinnulífið á Íslandi vex og dafnar.

Arctic Coast Way fær íslenskt nafn

Fyrr í sumar var óskað eftir tillögum að íslensku nafni á verkefnið Arctic Coast Way. Fjölmargar tillögur bárust og nú hefur verið ákveðið að íslenska heitið verður „Norðurstrandarleið.“

Málstofa í Hofi um ábyrga ferðaþjónustu

Í tengslum við verkefnið „Ábyrg ferðaþjónusta" verður haldin málstofa í Hamraborg í Hofi þann 8. september næstkomandi, klukkan 14-16.

Nýtt kynningarmyndband fyrir Norðurland

Í sumar hefur Markaðsstofan unnið hörðum höndum að því að setja saman kynningarmyndband um Norðurland, sem sýnir allt það helsta sem er í boði í ferðaþjónustu í landshlutanum. Myndbandið var unnið í samstarfi við Tjarnargötuna og fyrirtæki á Norðurlandi.

Mikill áhugi á Norðurlandi á Birdfair

Dagana 18. – 20. ágúst tók Markaðsstofan þátt í sýningunni The British Birdwatching Fair í Rutland, Bretlandi. Þetta var í 4 skipti sem MN tekur þátt í sýningunni og stefnt er að halda því áfram.
Norðurljós yfir Eyjafirði.

Fljúga beint til Akureyrar frá Bretlandi

Breska ferðaskrifstofan Super Break mun á næstu dögum hefja sölu á ferðum til Norðurlands með beinu flugi frá Bretlandi. Þetta verður í fyrsta sinn sem boðið verður upp á beint flug til Akureyrar frá Bretlandi, en flogið verður alls átta sinnum frá átta mismunandi flugvöllum víðsvegar um Bretland. Þeirra á meðal eru Newcastle, Liverpool, Leeds, Bradford og Bournemouth. Samtals verður pláss fyrir um 1500 farþega í þessum ferðum.

Sköpum ný tækifæri saman

Frá fyrsta fundi stýrihóps Arctic Coast Way eftir stækkun.

11 nýir í stýrihóp fyrir Arctic Coast Way

Stýrihópurinn fyrir verkefnið Arctic Coast Way hefur nú verið stækkaður, úr 7 meðlimum í 17 meðlimi. Annar áfangi verkefnisins er hafinn, en umsóknir í ýmsa sjóði um aukið fjármagn báru árangur. Meðlimir í stýrihópnum koma nú frá öllum þeim svæðum sem ferðamannavegurinn nær til og þeir starfa á mörgum sviðum sem snerta verkefnið.

Rögnvaldur Már ráðinn í starf verkefnisstjóra Kjarnaveita

Í vetur var auglýst staða verkefnisstjóra fyrir Kjarnaveitur og útgáfu. Starfið felur í sér fjölbreytt verkefni í markaðssetningu og þróun á upplýsingaveitum fyrir ferðamenn. Í starfið var ráðinn Rögnvaldur Már Helgason og hóf hann störf um miðjan maí.
Unnur, Arngrímur, Sigríður, Edda, Sigríður, Tómas, Þórdís.

Þrír nýir aðalmenn í stjórn Markaðsstofunnar

Þrír nýir stjórnarmenn voru kjörnir í stjórn Markaðsstofu Norðurlands, á aðalfundi sem haldinn var á Hótel KEA þriðjudaginn 16. maí. Dagskrá fundarins var samkvæmt skipulagsskrá.