Fara í efni

    Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

    Fréttir

    Mynd: Davíð Rúnar

    Fyrsta flug vetrarins frá Amsterdam til Akureyrar

    Norðlensk ferðaþjónusta fékk góða innspýtingu í morgun þegar fyrsta flugvél vetrarins á vegum Voigt Travel lenti á Akureyrarflugvelli. Flogið verður á föstudögum og mánudögum næstu 5 vikur, samtals 10 flugferðir alls. Flogið er frá Amsterdam í Hollandi, en flugfélagið Transavia annast flugið.

    Opnað fyrir umsóknir í Ratsjána 2022

    Ratsjáin er ákveðið verkfæri ætlað stjórnendum í ferðaþjónustu og tengdum greinum sem vilja auka nýsköpunarhæfni sína, hraða mikilvægum breytingaferlum og öðlast aukna yfirsýn og getu til að þróa vörur og þjónustu.

    Undirrituðu samning um viðbyggingu við Akureyrarflugvöll

    Í gær var undirritaður samningur milli Isavia Innanlandsflugvalla og Byggingarfélagsins Hyrnu um smíði viðbyggingar við flugstöðina á Akureyrarflugvelli

    Jólakveðja frá Markaðsstofu Norðurlands

    Markaðsstofa Norðurlands óskar samstarfsaðilum sínum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári!

    Mannamótum frestað fram í mars 2022

    Mannamótum hefur verið frestað til 24. mars 2022, vegna breytinga á sóttvarnarreglum sem taka gildi í kvöld.

    Samstarf Íslandsstofu og Markaðsstofa um markaðssetningu á áfangastaðnum Íslandi

    Íslandsstofa og Markaðsstofur landshlutanna hafa skrifað undir samninga um samvinnu við erlenda markaðssetningu á Íslandi sem áfangastað

    Vinnufundir um vetrarferðaþjónustu og samfélagsmiðlanotkun

    Markaðsstofa Norðurlands heldur vinnufundi á Norðurlandi í janúar. Tilgangur fundanna er að efla samstarf á milli ferðaþjónustuaðila og útbúa pakka til þess að ýta undir vetrarferðaþjónustu á svæðinu. Einnig verður farið í grunnatriði markaðssetningar á samfélagsmiðlum og hvað hafa þarf í huga við notkun þeirra.
    Tvíburarnir James og Oliver Phelps ferðuðust um Norðurland við tökur á þætti í haust. Mynd: Off the …

    Þrír breskir sjónvarpsþættir teknir upp á Norðurlandi

    Í haust hefur efni í þrjá breska sjónvarpsþætti verið tekið upp á Norðurlandi. Þó nokkur leynd hvílir yfir þessum verkefnum, eins og venja er en þó styttist í að tveir af þessum þáttum verði sýndir. 

    Nýtt myndabankakerfi tekið í notkun

    Á undanförnum vikum hefur verið ráðist í uppfærslu á því hvernig myndabanki Markaðsstofu Norðurlands er hýstur. Hann er nú kominn inn í glænýtt kerfi frá Brandcenter, sem býður upp á alls kyns möguleika til deilingar á myndefni, skjölum og myndböndum.

    Vetrarþjónustu mjög ábótavant við ferðamannastaði

    Stjórn Markaðsstofu Norðurlands telur það óásættanlegt að vetrarþjónustu að vegum á ferðamannastöðum á Norðurlandi sé jafn ábótavant og raun ber vitni. Þetta kemur fram í ályktun sem var samþykkt á síðasta stjórnarfundi MN.

    Norðurstrandarleið hlýtur nýsköpunarviðurkenningu ferðaþjónustunnar

    Markaðsstofa Norðurlands var tilnefnd til Nýsköpunarverðlauna ferðaþjónustunnar í ár, en verðlaunin voru veitt við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í gær. Tilnefninguna hlaut MN vegna Norðurstrandarleiðar – Arctic Coast Way, sem opnaði við hátíðlega athöfn árið 2019 og hefur orðið að stórum segli í ferðaþjónustu á Norðurlandi.

    Vel heppnaður ársfundur Norðurstrandarleiðar

    Ársfundur Norðurstrandarleiðar var haldinn á mánudag. Vegna aðstæðna í samfélaginu var ákveðið að halda fjarfund en ekki staðarfund eins og upphaflega var áætlað.