Viðurkenningar veittar á Uppskeruhátíð ferðaþjónustunnar á Norðurlandi
Uppskeruhátíð ferðaþjónustunnar á Norðurlandi var haldin í Austur-Húnavatnssýslum í gær. Farið var í heimsóknir til fyrirtækja á svæðinu, í Vatnsdal, á Skagaströnd og á Blönduósi. Auk þess voru áhugaverðir staðir skoðaðir, til dæmis nýr útsýnisstaður í Vatnsdalshólum og Þrístapar þar sem Magnús frá Sveinsstöðum sagði eftirminnilega frá síðustu aftökunni á Íslandi.