Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Fréttir

„Það er svo sannarlega hægt að efla ferðaþjónustuna yfir veturinn“

„Beint millilandaflug inn á Akureyri eykur auðvitað aðgengið inn á svæðið okkar. Það er styttra að koma til okkar og þess vegna skiptir það máli. Það er líka auðvitað yfir vetrartímann, ekki alltaf fært landleiðina, en það er fært loftleiðina. Þannig að það hefur mikil áhrif“ segir Freyja Rut Emilsdóttir, framkvæmdastjóri 1238: Battle of Iceland.

Upptaka frá kynningu Chris Hagan á breskum markaði

Chris Hagan hélt kynningu á breskum ferðaþjónustu markaði fimmtudaginn 8. febrúar, en fundurinn var lokahnykkur í verkefninu Straumhvörf sem snerist um vöruþróun í ferðaþjónustu vegna millilandaflugs um Akureyri og Egilsstaði. Hér að neðan má sjá upptöku frá fundinum, sem haldinn var á Teams. 

Umfjöllun um Norðurland í breskum fjölmiðlum

Um miðjan janúar komu blaðamenn og fulltrúar frá easyJet og easyJet Holidays í ferðalag um Norðurland. Markmiðið var að kynna áfangastaðinn í samvinnu við easyJet, Íslandsstofu og samstarfsfyrirtæki MN.

Samtal um aðgerðaáætlun ferðamála til 2030 - fundir 14. og 15. febrúar

Lilja Dögg Alfreðsdóttir ferðamálaráðherra býður til opinna umræðu- og kynningarfunda um ferðamálastefnu og aðgerðaáætlun til 2030. Fundirnir eru haldnir víðs vegar á landinu og má sjá dagskrá hér fyrir neðan. Fyrstu viðkomustaðir í hringferð ráðherra er Akureyri og Sauðárkrókur.

Kynningarfundur um breska ferðamenn

Fimmtudaginn 8. febrúar, klukkan 14:00 verður haldinn kynningarfundur á breskum markaði fyrir íslenska ferðaþjónustu, en fundurinn er ætlaður ferðaþjónustufyrirtækjum á Norðurlandi og Austurlandi.
Mynd frá Isavia.

Flugvél Kontiki lenti á Akureyri í fyrsta sinn

Flugvél á vegum svissnesku ferðaskrifstofunnar Kontiki lenti á Akureyrarflugvelli í gær, í beinu flugi frá Zurich í Sviss. Flogið verður vikulega á sunnudögum næstu sex vikurnar, en þetta er í fyrsta sinn sem boðið er upp á vetrarferðir til Akureyrar frá þessari stærstu borg Sviss.

„Beint millilandaflug til Akureyrar, myndi velta steininum fyrir ferðaþjónustu á Norðurlandi“

„Beint millilandaflug til Akureyrar, myndi velta steininum held ég fyrir ferðaþjónustu á Norðurlandi og vonandi er þetta bara upphafið að einhverju meira þar. Það er gríðarlega langt til Keflavíkur, þó að okkur sem búum fyrir norðan finnist það kannski ekki þegar við erum að fara til útlanda. Fyrir fólk sem ætlar að stoppa stutt á Íslandi, þá er alveg drjúglangt að fara norður í land,“ segir Fjóla Viktorsdóttir, meðeigandi ferðaþjónustunnar á Syðra-Skörðugili í nýjasta myndbandinu í seríunni Okkar Auðlind.

Mikill áhugi á Norðurlandi í Hollandi

Hjalti Páll, verkefnastjóri Flugklasans, sótti viðburðinn Summer Event í Hollandi sem haldinn var 21. janúar

Norðlensk ferðaþjónustfyrirtæki kynntu sig á Mannamótum

Um 60 norðlensk fyrirtæki í ferðaþjónustu tóku þátt og vöktu athygli fyrir fagmennsku og gleði. Tækifærin sem Mannamót skapa eru fjölbreytt og mörg, tengslin við annað fólk í ferðaþjónustu styrkjast og ný verða til.

Norðurland kynnt í íslenska sendiráðinu í London

Áfangastaðurinn Norðurland var kynntur á fjölmennum viðburði í sendiráði Íslands í London í siðustu viku, en þangað komu bæði fulltrúar frá breskum ferðaskrifstofum og fjölmiðlum. Þar var þjónusta og afþreying á Norðurlandi kynnt.

Chris Hagan kynnir Norðurland í Bretlandi

Chris Hagan hefur verið ráðinn tímabundið til að kynna Norðurland sem áfangastað fyrir breskan markað og sérstaklega í tengslum við flug easyJet.  Verkefnið er hluti af samstarfi Markaðsstofu Norðurlands, Íslandsstofu, Isavia og Austurbrúar í verkefninu Nature Direct.

Samstarfi um alþjóðaflug á landsbyggðinni haldið áfram

Menningar- og viðskiptaráðherra undirritaði í dag samning við Íslandsstofu um áframhaldandi stuðning við markaðssetningu á Akureyrarflugvelli og Egilsstaðaflugvelli. Verkefninu Nature Direct er ætlað að hvetja til samstarfs og samvinnu Íslandsstofu, Isavia, Markaðsstofu Norðurlands og Austurbrúar um kynningu á flugvöllunum á Akureyri og Egilsstöðum fyrir beint millilandaflug á svæðinu. Samningurinn er til tveggja ára og nemur árlegt framlag til hans 15 m.kr.