Remember Monday flytja Húsavík á Húsavík fyrir Eurovision 2025
Fyrir Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í ár var þátttakendum boðið að flytja ábreiðu af lagi að eigin vali. Keppendur frá Bretlandi, Remember Monday, voru ekki í neinum vafa og völdu lagið Húsavík (My Hometown) sem varð frægt í Netflix-myndinni Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga.